Greenpeace heldur því fram, að spænskir útgerðarmenn noti ríkulegar niðurgreiðslur frá ESB til að „fara ránshendi“ um heimshöfin. Þetta kemur fram í skýrslu, sem umhverfissamtökin sendu frá sér mánudaginn 3. maí, daginn áður en óformlegur fundur sjávarútvegsráðherra ESB-ríkja hefst í Vigo á Spáni.
Í skýrslu Greenpeace segir, að þrátt fyrir hrun fiskstofna á ESB-miðum og loforð áratugum saman um, að dregið skuli úr sókn á miðin, hafi spænski fiskveiðiflotinn þvert á móti stækkað í skjóli ESB-niðurgreiðslna og skammsýni við mótun spænskrar fiskveiðstefnu.
Í skýrslunni segir, að um 400 spænsk skip, meira en helmingur af fiskiskipastólnum, stundi veiðar utan ESB-miða meira en 90% af veiðitíma sínum. Spænski flotinn hafi breyst í „óseðjandi“ heimsflota, þar sem sé að finna um fjórðung af fiskveiðigetu ESB-landanna. Flotinn sé tvisvar sinnum stærri en hinn breski og þrisvar sinnum stærri en hinn ítalski, en þetta séu næst stærstu fiskveiðiþjóðirnar. Stærstu skipin í spænska flotanum geti veitt 3.000 tonn af túnfiski í ferð, sem sé tvöfalt meiri afli en kemur á land á einu ári í mörgum Kyrrahafslöndum. Spánverjar stundi nú rányrkju á kostnað evrópskra skattgreiðenda í hafinu allt að suðurskauti og með ströndum Afríku.
Á árabilinu 2000 til 2006 rann 46% af niðurgreiðslum ESB vegna sjávarútvegs til Spánverja, 11% runnu til Ítala og 9% til Frakka, að sögn Greenpeace. Stærstu skipin fengu mest í sinn hlut af niðurgreiðslunum í stað þess, að þær væru nýttar til að styrkja stóra hópa sjómanna á smábátum og stuðla að umhverfisvænni veiðiaðferðum.
Eins og Evrópuvaktin sagði frá 1. maí komu fulltrúar hagsmunasamtaka í sjávarútvegi og sérfæðingar saman til að ræða um sjávarútvegsstefnu ESB í spænsku borginni Coruňa um helgina. Þar kom fram, að yrði sömu ESB-stefnu fylgt áfram mundi hún leiða til hruns allrar útgerðar í ESB-ríkjunum á 10 til 15 árum. Greenpeace efndi til mótmæla í tilefni af fundinum og beindust þau einkum að Spánverjum og ofveiði skipa þeirra.
Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna var enginn fulltrúi frá þeim á fundinum í Coruňa.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.