Wall Street Journal fullyrðir að þrír þekktir bankar í Bandaríkjunum og Evrópu brjóti reglur SEC
Stóru alþjóðlegu bankarnir „laga“ efnahagsreikning sinn til í lok hvers ársfjórðungs fyrir birtingu uppgjörs með tímabundinni lækkun skulda en auka þær svo á ný í upphafi nýs ársfjórðungs, segir Wall Street Journal í morgun og nefnir sérstaklega Bank of America, Deutsche Bank og Citigroup. Blaðið segir, að aðgerðir af þessu tagi hafi aukizt frá árinu 2008.
WSJ segir að á síðustu 10 ársfjórðungum hafi þessir þrír bankar dregið úr lántökum í endurhverfum viðskiptum um að meðaltali rúmlega 40% í lok ársfjórðungs miðað við sambærilegar lántökur yfir ársfjórðunginn allan. Síðan auki þeir lántökurnar í upphafi nýs ársfjórðungs. Þannig stjórni þeir því, hvernig efnahagsreikningurinn líti út.
Vinnubrögð sem þessi, sem hafa það að markmiði að blekkja fjárfesta eru brot á reglum SEC(Securities and Exchange Commisson). Við gjaldþrot Lehman Brothers kom í ljós, að bankinn hafði lækkað lántökur sínar í endurhverfum viðskiptum með bókhaldsblekkingum í lok ársfjórðungs.
Bankarnir þrír neita öllu og segja um eðlileg viðskipti í þágu viðskiptavina sé að ræða.
Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er rakið, hvernig íslenzku bankarnir héldu uppi verði á hlutabréfum í sjálfum sér með því að kaupa þau dag hvern en selja síðan utan markaðar fyrir ársfjórðungsuppgjör eða þegar þeir voru komnir upp fyrir lögmæt mörk í eigin bréfum.
Í stefnu slitastjórnar Glitnis í New York á hendur nokkrum forráðamönnum Glitnis og endurskoðunarfyrirtæki er því haldið fram, að bankinn hafi beitt blekkingum til að láta reikninga sína líta betur út en efni stóðu til.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.