Miðvikudagurinn 24. febrúar 2021

ESB: Sérstakur bankaskattur gegn hruni


26. maí 2010 klukkan 17:17

Framkvæmdastjórn Evrópu hefur lagt fram nýjar tillögur um sérstakan, nýjan bankaskatt, sem á að vernda íbúa ESB gegn skaða vegna bankahruns í framtíðinni.

Michel Barnier

Michel Barnier, sem fer með málefni banka og fjármálafyrirtækja í framkvæmdastjórn ESB, sagði þegar hann kynnti tillögurnar miðvikudaginn 26. maí, að gjaldþrot banka ættu ekki framar að lenda á herðum skattgreiðenda. Vísaði hann þar til þeirra ráðstafana, sem gerða voru vegna bankahrunsins 2008, ríkisstjórnir einstakra landa létu milljarða af opinberum fjármunum renna til bjargar bönkum.

Barnier lagði áherslu á, að skatturinn yrðu lagður á innan hvers lands um sig en rynni ekki í sameiginlegan ESB-sjóð. Hann útilokaði þó ekki, að fjármunir í sjóði í einu landi kynnu að verða nýttir af bönkum í vanda í öðru landi.

„Við verðum að skoða það mál sérstaklega,“ sagði Barnier, þegar hann var spurður um, hvernig tekið yrði á því, þegar bankar störfuðu í fleiri en einu landi og væru í eign manna eða fyrirtækja utan landamæra viðskiptalands bankans. Hann benti á, að í „helmingi allra Evrópulanda, væri helmingur bankanna eign fyrirtækja í öðrum löndum.“

Angela Knight, framkvæmastjóri Samtaka breskra banka, lýsti andstöðu við einn evrópskan sjóð: „Hvers vegna skyldi banki í einu landi borga fyrir vandræði banka í öðru landi?“ spurði hún.

Barnier vildi ekki segja, hve hár bankaskatturinn ætti að verða. Það mál eins önnur atriði yrði að ræða nánar. Hann taldi raunhæft að útfærsla á tillögunum lægi fyrir í upphafi næsta árs og þá yrðu þær sendar til einstakra ríkja og ESB-þingsins.

Nú þegar er unnið að því að setja nýjar og strangari reglur um fjármálafyrirtæki á vettvangi ESB og eftirlit með þeim. Tillögurnar, sem nú hafa verið kynntar verða til fyllingar á þessu regluverki öllu.

Fjármálaráðherrar og leiðtogar ESB-ríkjanna munu ræða tillögur framkvæmdastjórnarinnar á fundum sínum í næsta mánuði en talið er, að margt þarfnist nánari skýringa, þótt almennur áhugi virðist á því, að ESB-ríkin komi fram með eina stefnu í þessum efnum á leiðtogafundi G20 ríkjanna í Toronto 26. til 27. júní.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS