Sunnudagurinn 24. janúar 2021

Krefjast afsagnar Lene Espersen í Íhalds­flokknum


30. maí 2010 klukkan 20:22

Formenn flokksfélaga í danska Íhaldsflokknum hafa krafist þess, að Lene Espersen, utanríkisráðherra, segi af sér formennsku í flokknum. Berlingske Tidende segir 30. maí, að kröfurnar endurspegli þreytu innan flokksins vegna lítils fylgis í skoðanakönnunum síðustu mánuði.

Lene Espersen

Formennirnir telja, að flokkurinn nái sér aðeins á strik, ef Connie Hedegaard, umhverfisstjóri í framkvæmdastjórn ESB, komi heim frá Brussel og taki við formennskunni.

Í blaðinu er þetta haft eftir Jörgen Möller, formanni flokksfélagsins á Norður-Fjóni:

„Lene hefur ekki staðið sig vel og ekki sem skyldi í formannsembættinu. Sé maður flokksformaður á hann að vera í forystu í flokksstarfinu, það hefur hún ekki gert. Hún vill heldur taka frí en að sinna skyldum sínum sem utanríkisráðherra. Það gengur ekki. Kjósendur vilja flokksformann íhaldsmanna, sem sinnir starfi sínu.“

Flemming Hansen, formaður flokksfélagsins í Middelfart, segir, að Lene Espersen hafi hlaupist undan merkjum:

„Þegar maður tekur að sér ráðherraembætti, hefur maður einnig samþykkt að þjóna samfélaginu. Þegar hún tekur sér frekar frí en að hitta utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er hún ekki hæf til formennsku. Að mati okkar íhaldsmanna skiptir mjög miklu, að menn sinni starfi sínu af samviskusemi. Lene hefur orðið fyrir svo miklum álitshnekki hjá almenningi, að við verðum að fá annan formann.“

Lene Espersen segist taka gagnrýnina alvarlega en finnst þó of langt gengið í aðfinnslum. Hún segir:

„Minnihluti fólks hefur gagnrýnt mig. Þá gagnrýni tek ég alvarlega og skýrði raunar frá því á formannafundi í flokknum í apríl, þar sem ég flutti langa ræðu yfir trúnaðarmönnum flokksins. Þá sagðist ég vera mjög leið yfir því tjóni og vandræðum, sem ég hefði valdið trúnaðarmönnunum.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS