Í átta Evrópulöndum hefur verið gripið til mikils niðurskurðar í ríkisútgjöldum til að lækka skuldir og ríkissjóðshalla, eftir að Grikkland komst á barm gjaldþrots fyrr á árinu og ógnaði fjármálamörkuðum.
Franska fréttastofan AFP hefur tekið saman eftirfarandi yfirlit yfir niðurskurð einstakra landa eins og hann hafði verið kynntur 30. maí.
Bretland:
Ný samsteypustjórn í Bretlandi hefur fordæmt „eyðslusemi“ og kynnt 7,16 milljarða evru niðurskurð. Ekki verður ráðið í störf hjá hinu opinbera og hætt við ýmis verkefni, sem ríkisstjórn Verkamannaflokksins hafði kynnt, svo sem á sviði upplýsingatækni og vegna þjónustu ráðgjafarfyrirtækja. Verkalýðshreyfingin mótmælir en fjárfestar fagna.
Danmörk:
Í Danmörku hefur hvað mestu opinberu fé verið varið til velferðarmála. Nú hefur ríkisstjórnin kynnt, að hún ætli að lækka atvinnuleysis- og fjölskyldubætur auk ráðherralauna. Þingið á enn eftir að samþykkja tillögurnar.
Frakkland:
Franska ríkisstjórnin hefur kynnt þriggja ára frystingu opinberra útgjalda frá og með 2011 og hún vill hækka eftirlaunaaldur, sem nú er 60 ár, eftir að hann var lækkaður úr 65 árum í forsetatíð Francois Mitterrands.
Grikkland:
Gríska ríkisstjórnin kynnti 4,8 milljarða evra niðurskurð í mars og síðan 30 milljarða evru niðurskurð í maí til að koma til móts við kröfur markaðarins og lækka himinháan fjárlagahalla.
Í aðgerðunum felst meðal annars að hækka söluskatt og lækka laun opinberra starfsmanna.
Írland:
Árið 2009 var 7 milljarða evru niðurskurður ákveðinn á Írlandi til að lækka fjárlagahalla í 11,5% 2010 í stað 14,3% árið 2009. Hann var þá hvergi hætti á evru svæðinu.
Í aðgerðunum felst meðal annars smadráttur í velferðargreiðslum og lækkun launa opinberra starfsmanna á bilinu 5 til 15%.
Ítalía:
Ítalska ríkisstjórnin hefur samþykkt 24 milljarða evru niðurskurð á árunum 2011 til 2012.
Í þeim er meðal annars að finna þriggja ára frystingu launa opinberra embættismanna, lækkun ráðherralauna og nýja skatta á kauprétt hlutabréfa og launabónusa.
Portúgal:
Í Portúgal hafa verið kynntar aðgerðir, sem hafa að geyma hækkun söluskatts um eitt prósentustig og 21% lækkun launa opinberra embættismanna auk hátekjuskatts.
Aðgerðirnar bætast við niðurskurð, sem kynntur var fyrr á árinu, þar sem mælt var fyrir um frestun opinberra framkvæmda og sölu ríkiseigna auk lækkunar launa opinberra starfsmanna.
Spánn:
Spænska þingið samþykkti 28. maí með aðeins eins atkvæðis meirihluta 15 milljarða evra sparnaðaráætlun, þar sem meðal annars er mælt fyrir um launalækkun opinberra starfsmanna. Aðgerðirnar bætast við 50 milljarða evra niðurskurð, sem samþykktur var í janúar í ár.
Gert er ráð fyrir launafrystingu hjá opinberum starfsmönnum frá 2011. Eftirlaun, nema hinna fátækustu, verða einnig fryst frá 2011.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.