Forystumenn ESB og Rússlands hittast í Rostov við Don mánudaginn 31. maí. Þar verður rætt um niðurfellingu vegabréfsáritana, fjármálakrísuna og orkuöryggi auk annarra mála, sem setja svip sinn á samskipti ESB og Rússlands um þessar mundir.
Er þetta fyrsti fundur Dmitrys Medvedevs, forseta Rússlands, og Herman Van Rompuys, forseta leiðtogaráðs ESB. Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, situr fundinn en Spánverjar eru nú í forsæti af hálfu ESB-ríkja í ráðherraráði ESB, og þar verður einnig José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Þetta er 25. leiðtogafundur ESB og Rússlands og í tvo daga er ætlun fundarmanna að ræða samskipti sín, en þau eru stundum stirð, einkum ef Rússar grípa til þess ráðs að beita „orkuvopninu“ gegn ESB-ríkjunum, sem mörg eru mjög háð gasi frá Rússlandi. Þá spillti innrás Rússa í Georgíu einnig fyrir samskiptunum.
Af hálfu Rússa verður lögð áhersla á, að vegabréfsáritanir verði felldar niður milli Rússlands annars vegar og ESB-ríkja hins vegar. Rússar segja, að núverandi áritanakerfi spilli öllum samskiptum sínum við ESB. Vilja þeir, að niðurstaða náist á fundinum um markviss skref til niðurfellingar á vegabréfsáritunum.
Vegna hins mikla vanda, sem steðjar að ESB vegna fjármálakrísunnar og skuldamála Grikkja og fleiri evru-ríkja, munu þau mál einnig setja svip sinn á viðræður fulltrúa ESB og Rússa. Alexander Grushko, varautanríkisráðherra Rússa, segir þá fylgjast náið með því, hvernig ESB hyggist ná tökum á fjármálakrísunni í einstökum ESB-ríkjum. Rússar hafa til þessa sloppið bærilega frá krísunni.
Heimildarmenn í Kreml segja, ITAR-TASS, fréttastofunni rússnesku, að orkuöryggi verði einnig meginefni á leiðtogafundinum. ESB og Rússland eru keppinautar við lagningu gasleiðslna til suðurhluta Evrópu – Nabucco er leiðsla ESB en South Stream, Suðurstraumur, leiðsla Rússa.
.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.