Þriðjudagurinn 26. janúar 2021

ESB sakað um að ýta Tyrkjum frá Vesturlöndum


9. júní 2010 klukkan 22:19

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti miðvikudaginn 9. júní áhyggjum yfir því, að samskipti Ísraela og Tyrkja hefðu versnað og kenndi Evrópusambandinu um, að ýta Tyrkjum á brott frá Vesturlöndum með því að draga aðildarviðræður við þá á langinn.

Robert Gates

Ummæli Gates, sem féllu á fundi með blaðamönnum í London, endurspegla vonbrigði ráðamanna í Washington vegna breytinga á utanríkisstefnu Tyrkja, sem fram undir þetta hafa staðið að baki Bandaríkjamönnum.

Tyrkjum er misboðið, vegna þess hve hægt og lítið miðar í aðildarviðræðum þeirra við ESB. Þær hófust árið 2005. Til þessa hefur aðeins tekist að hefja yfirferð á 12 af 35 köflum, sem umsóknarríki verða ljúka, áður en til aðildar kemur.

Við þessar aðstæður hafa Tyrkir farið eigin leiðir í ríkari mæli en áður og beittu sér til dæmis nýlega, í óþökk Bandaríkjastjórnar, fyrir samkomulagi við Írani um kjarnorkuáætlun þeirra.

Tyrkir brugðust harkalega við árás Ísraela á Gaza-ströndina á síðasta ári. Tengsl þeirra við Ísraela brustu næstum eftir árás þeirra á hjálparskip á leið til Gaza 31. maí, þar sem níu tyrkneskir aðgerðasinnar voru drepnir. Tyrkir, sem eitt sinn voru helstu bandamenn Ísraela fyrir botni Miðjarðarhafs, hafa kallað sendiherra sinn heim frá Tel Aviv og hætt við sameiginlegar heræfingar.

Ahmet Davutoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði fyrr í vikunni, að samskipti við Ísrael kæmust ekki í eðlilegt horf, hafni Ísraela því, að alþjóðleg rannsókn fari fram á blóðugri árás þeirra á hjálparskipin.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS