v
Sjálfstæðir bílstjórar flutningabíla mega ekki vinna meira en 48 stundir á viku í Evópu samkvæmt samþykkt ESB-þingsins, miðvikudaginn 16. júní. Um skulu að vilja þingsins gilda sömu vinnutímareglur og þá, sem starfa hjá flutningafyrirtækjum.
Félög bílstjóra og atvinnurekenda þeirra mótmæltu samþykkt þingsins strax eftir að atkvæði féllu og töldu, að hún takmarkaði frelsi lítilla frumkvöðla til að haga störfum sínum í samræmi við þarfir viðskiptavina.
Niðurstaða þingmannanna á fundi þeirra í Strassborg gengur gegn óskum ríkisstjórna ESB-landanna og framkvæmdastjórnar ESB, sem vildu, að gerður yrði greinarmunur á hvíldarskyldu þeirra bílstjóra, sem ynnu hjá öðrum, og hinna, sem aka eigin bílum. Þeir eigi að ráða vinnutíma sínum sjálfir.
Samkvæmt núgildandi lögum ESB mega bílstjórar í þjónustu annarra vinna allt að 60 stundum á viku, enda vinni þeir ekki lengur en 48 stundir á viku að meðaltali á fjórum mánuðum.
Hart var deilt um málið á ESB-þinginu. Annars vegar voru jafnaðarmenn, kommúnistar og græningjar ásamt nokkrum íhaldsmönnum, sem vildu, að svo til sömu reglur giltu um sjálfstæða bílstjóra og hina í vinnu hjá öðrum. Með þessu yrði dregið úr hættu á félagslegri mismunun og umferðarslysum. Hins vegar mótmæltu íhaldsmenn og frjálslyndir því, að lagðar yrðu slíkar hömlur á sjálfstæða bílstjóra og eigendur lítilla fyrirtækja, sem réðu þá til starfa. Þeir töldu ógerlegt fyrir lögreglu að framfylgja lögunum.
Umræðunum lauk með því, að 368 ESB-þingmenn greiddu atkvæði með hertum reglum, 301 var á móti en átta sátu hjá. Í atkvæðagreiðslu um tillögu framkvæmdastjórnar ESB voru 383 á móti henni en 263 með.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.