Utanríkisráðherrar ESB-ríkjanna koma saman í dag á reglulegum fundi sínum. Þar verður meðal annars tekin ákvörðun um viðræðuafstöðu ESB til Íslands, sem framkvæmdastjórn ESB hefur samið. Tillögur framkvæmdastjórnarinnar byggjast á viðhorfi embættismanna ESB. Vangaveltur eru um, hvort utanríkisráðherrarnir setji pólitísk skilyrði um Icesave, hvalveiðar og makríl, svo að nefnd séu atriði, sem fram hafa komið á ESB-vettvangi síðustu mánuði.
Leiðtogaráð ESB-ríkjanna féllst á það álit framkvæmdastjórnarinnar, að Ísland væri viðuræðu- og aðildarhæft á fundi sínum 17. júní. Hinn 7. júlí gaf ESB-þingið jákvætt álit sitt á aðildarviðræðum við Ísland, enda féllust Íslendingar á að hætta hvalveiðum. Þýskir þingmenn settu sambærilegt skilyrði, þegar þeir gáfu þýsku ríkisstjórninni heimild til að samþykkja viðræður við Ísland.
Fyrir nokkrum dögum ritaði sjávarútvegsstjóri innan framkvæmdastjórnar ESB bréf til stækkunarstjórans í framkvæmdastjórninni og lýsti áhyggjum sínum og sjávarútvegsráðherra ESB-ríkjanna á takmarkalausum makrílveiðum Íslendinga. Töldu Írar freklega vegið að hagsmunum sínum með veiðum makríl hér við land.
Í samþykkt leiðtogaráðs ESB er vísað til áminningar ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, til íslenskra stjórnvalda um nauðsyn þess, að samið sé við Breta og Hollendinga um Icesave-málið. Er ljóst, að ráðið telur nauðsynlegt að leysa það mál, áður en gengið er til aðildarviðræðna við Íslendinga.
Hér var aðildarumsókn Íslands samþykkt á alþingi með þeim rökum, að um könnunarviðræður væri að ræða og síðar mætti taka ákvörðun um, hvort menn litist á það, sem könnunin leiddi í ljós. Innan ESB hefur verið farið með umsókn Íslands eins og aðildarumsóknir annarra landa . Með ákvörðun ráðherrafundarins í dag fá embættismenn ESB umboð til að vinna að því að Ísland gangi í ESB, enda hafi ríkisstjórn Íslands sótt um aðild.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.