Lene Espersen, utanríkisráðherra Danmerkur, hefur snúið heim eftir sumarleyfi á Ítalíu og er tekin til við að svara gagnrýni fyrir að hafa ekki lagt nægilega rækt við að sækja utanríkisráðherrafundi. Hún telur, að hún hefði ekki átt að rjúfa sumarleyfi sitt á Ítalíu 26. júlí til að sækja ESB-utanríkisráðherrafund í Brussel. Forverar hennar hefðu ekki gert það, enda sé júlí sumarleyfismánuður í Danmörku.
„Gagnrýnin á mig fyrir að sækja ekki fundinn er ómálefnaleg. Það var ekki neitt, sem gerðist á þessum fundi, sem krafðist þess, að ráðherra sæti hann. Þau mál, sem voru mikilvæg fyrir Danmörku, einkum refsiaðgerðir gegn Íran og aðlögunarviðræður við Ísland, runnu í gegn. Menn samþykktu þann texta, sem ég tók sjálf þátt í að semja á fyrri ráðherrafundi,“ segir Lene Espersen við vefsíðun Berlingske.dk.
Hún vísar til þess, að ekki hafi verið fundið að því, að forverar hennar hafi sleppt júlí-ráðherrafundi ESB. „Ég fullyrði, að ekki eru gerðar sömu kröfur. Aðrar kröfur eru gerðar til annarra ráðherra og þriggja fyrrverandi utanríkisráðherra en til mín, þegar rætt er um þátttöku utanríkisráðherra í fundum,“ segir Lene Espersen.
Hún viðurkennir, að hún eigi nokkra sök á því sjálf. „Það er enginn vafi á því, að sjálf á ég nokkra sök á þessu. Að dómsmálaráðherrann en ekki ég sjálf tók þátt í fundi utanríkisráðherrafundi fimm norðurskautsríkja vakti nokkrar umræður sl. vor. Annars hef ég enga skýringu á því, hvers vegna ég á að taka þátt í miklu fleiri fundum en forverar mínir. Málum er einfaldlega þannig háttað,“ sagði Lene Espersen.
Hún hefur látið taka saman lista yfir þá fundi, sem hún hefur sótt, og hina, sem hún hefur sleppt. Hann er birtur á vefsíðu utanríkisráðuneytisins til að ekki hvíli nein leynd yfir neinu, sem málið varðar.
Claus Gruber, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, hefur sent frá sér yfirlýsingu, þar sem hann segir, að ráðuneytið en ekki ráðherrann hafi ákveðið, að Lene Espersen flaug með einkaþotu til Kabúl. Vélin fékk ekki að lenda á flugvellinum og ráðherrann missti af alþjóðlegum fundi um málefni Afghanistans 20. júlí. Tveir fyrrverandi utanríkisráðherrar höfðu dregið í efa, að Espersen hefði ekki verið með í ráðum. Talið er, að hefði ráðherrann flogið með hervél, hefði hún komist til fundarins.
Ráðuneytisstjórinn segir, að mun ódýrari hafi verið að leigja einkaþotu af Air Alsie til ferðarinnar en fara með Hercules-vél hersins. Auk þess hefði Air Alsie í Sönderborg haft mikla reynslu af því að fljúga til Afghanistan.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.