Miðvikudagurinn 27. janúar 2021

Thorning-Schmidt er hluti af „evrópskri elítu“

Mannorðsmorð segir varaformaður danska Jafnaðarmanna­flokksins


3. ágúst 2010 klukkan 14:28
Kristian Thulesen Dahl

Um mannorðsmorð er að ræða og persónulegar ofsóknir, þegar þingflokksformaður Danska þjóðarflokksins, Kristian Thulesen Dahl, ræðst á Helle Thorning-Schmidt, formann jafnaðarmanna, og sakar hana um að draga upp ranga mynd af sér til að blekkja almenning, segir varaformaður Jafnaðarmannaflokksins, Nick Hækkerup, formanni sínum til varnar við Ritzau-fréttastofuna, þriðjudaginn 3. ágúst.

Kristian Thulesen Dahl segir, að skattamál Thorning-Schmidt sé meðal þess, sem hún reyni árangurslaust að gera til að draga upp þá mynd af sjálfri sér, að hún sé eins og hver annar Dani. Skattamálið sé aðeins einn kafli í sögunni um, að dóttir Thorning-Schmidt gangi í einkaskóla og að hans mati sýni alþjóðlegir lifnaðarhættir fjölskyldunnar, að hún sé hluti af „evrópskri elítu“.

Hækkerup hafnar þessu og segir, að daglegt líf hjá flokksformanninum sé eins og daglegt líf annarra Dana. Hún þurfi að þvo þvott, elda mat, kaupa inn og fara með börnin í bólusetningu. Þar við bætist hjá henni, að eiginmaður hennar starfi í útlöndum.

Hækkerup telur hættu á, að sú mynd, sem Danski þjóðarflokkurinn dregur upp af Thorning-Schmidt kunni að festa rætur í huga fólks, sé henni ekki mótmælt. Þess vegna kalli hann þetta mannorðsmorð.

Thulesen Dahl gagnrýnir Thorning-Schmidt einnig fyrir að koma skattamálum fjölskyldunnar fyrst í rétt horf, eftir að um þau spunnust opinberar umræður. Um skattaþáttinn segir Hækkerup, að þar sé um svo skattatæknilegt atriði að ræða, að hann vilji ekki tjá sig um þau, enda séu skattayfirvöld nú að komast til botns í því, hvernig búa eigi um skattana.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS