Mánudagurinn 27. júní 2022

Átök tveggja fylkinga í landbúnaðarmálum innan ESB


5. ágúst 2010 klukkan 10:27

Sameiginleg landbúnaðarstefna ESB er nú til endurskoðunar og skal því starfi lokið árið 2013, þegar 10 ár verða liðin frá því, að þeirri stefnu, sem nú er í gildi, var hrundið í framkvæmd. Í grófum dráttum skiptast ESB-ríki í tvær fylkingar vegna endurskoðunarinnar. Annars vegar eru fimm ríki, sem vilja draga úr landbúnaðarframleiðslu og breyta sveitum í einskonar friðland menningar og ferðamanna. Hins vegar 22 ríki, sem telja bændur eiga að fá ráðrúm til að rækta landið og framleiða matvæli.

Í fimm ríkja hópnum eru: Svíþjóð, Danmörk, Holland, Bretland og Tékkland. Er hann oft nefndur Stokkhólshópurinn. Ríkin innan hans vilja afnema alla styrki og niðurgreiðslur til landbúnaðar. Fé sé frekar veitt til að bændur vinni að verndun umhverfisins, smáiðnaði og þjónustu við ferðamenn. Bretum og Hollendingum er er einnig kappsmál, að tryggð sé framleiðsla á ætum matvælum.

Stærri hópurinn er nefndur G-22, því að þar er að finna öll önnur aðildarríki ESB-ríki, 22 að tölu. Frakkar leiða þennan hóp. Þeir telja hlutverk bænda að framleiða matvæli. Aðildarríkjum ESB sé skylt leggja sitt af mörkum til að metta þá, sem hungraðir séu. Þá veiti landbúnaður fjölda manna atvinnu auk þess séu sveitir álfunnar oft unaðsreitir þreyttra borgarbúa. Án lífvænlegs landbúnaðar leggist sveitir í eyði og órækt og verði. Koma verði í veg fyrir sveiflur í verðlagi afurða. Tryggja verði jafnvægi í verð bæði til neytenda og bænda. Innan hópsins eru ríki ekki samstiga að öllu leyti, Pólverjar telja til dæmis að ekki hafi verið komið nóg til móts við hagsmuni sína.

Við síðustu endurskoðun á sameiginlegu landbúnaðarstefnunni fyrir 2003 var lögð áhersla á að rjúfa sambandið á milli framleiðslu á afurðum og styrkja til landbúnaðar. Í Finnlandi fá bændur til dæmis nú 250 evrur á hektar í styrk, hvort sem þeir rækta korn á akrinum eða ekki.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS