Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild hefur sent opið bréf til þingmanna, þar sem lýst er stuðningi við þingsályktunartillögu, sem lögð var fram á Alþingi snemma í sumar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að ESB. Hið opna bréf Ísafoldar birtist hér í heild:
„Reykjavík, 05. ágúst 2010.
Hæstvirtur forseti Alþingis og háttvirtir Alþingismenn,
Þann 14. júní síðastliðinn lögðu þingmenn úr öllum þingflokkum, nema þingflokki Samfylkingarinnar, fram þingsályktunartillögu þess efnis að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði afturkölluð. Við í Ísafold styðjum þingflokkstillöguna af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna sívaxandi óánægju í samfélaginu með aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og hinsvegar vegna gjörbreyttra aðstæðna í sambandinu sjálfu, en efnahagur fjölmargra ríkja þar innan riðar til falls og margir af helstu fjármálasérfræðingum heimsins telja að gjaldmiðill sambandsins eigi stutt eftir lifað. Ein af forsendunum sem leiddu til að aðildarumsóknar Íslands að ESB fékk nauman meirihluta á þingi,var sú að Evrópusambandsaðild og upptaka evrunnar myndu flýta fyrir efnahagsbata hins íslenska hagkerfis. Líkt og að ofan greinir eru þessar forsendur meirihlutans brostnar.
Nýlegar skoðanakannanir benda til þess að um 60% íslenskra kjósenda vilji séu andvígir inngöngu Íslands inn í Evrópusambandinu. Þessar niðurstöður endurspegla vaxandi ónægju íslensku þjóðarinnar með aðildarumsóknina. Má þá helst nefna landsfund Sjálfstæðisflokksins sem nýlega var haldinn, en þar var samþykkt, með yfirgnæfandi meirihluta, skýr ályktun þess efnis að aðildarumsókn Íslands að ESB skuli dregin til baka án tafar. Ofan á þessa óánægju með aðildarumsóknina bætist sú háværa krafa sem heyrst hefur í íslensku samfélagi, á síðustu misserum, um að beint lýðræði verði aukið til muna og lykilmál er varða veigamikla þjóðarhagsmuni séu sett í þjóðaratkvæðagreiðslur.
Upp á síðkastið hafa öll ráðuneyti landsins og allar undirstofnanir þeirra, leynt og ljóst unnið að því að straumlínulaga stjórnsýslu landsins til þess að undirbúa hana fyrir Evrópusambandsaðild. Þetta ferli, sem gjarnan er kallað aðlögunarferli, fór hér áður fyrr fram einungis eftir að aðildarviðræðum var lokið og umsóknarríkið hafði undirritað aðildarsamning sinn að Evrópusambandinu í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu, en í dag fer þetta ferli fram samhliða hinum eiginlegu aðildarviðræðum Hvað varanlegar undanþágur frá grunnstoðum Evrópusambandsins varðar, þá eru engar slíkar undanþágur í boði. Vissulega hafa sum aðildarríki Evrópusambandsins fengið tímabundnar undanþágur í vissum málaflokkum, en slíkar undanþágur myndu aldrei fullkomlega tryggja yfirráð Íslands yfir náttúruauðlindum á borð fiskimið, jarðvarma og olíu.
Í ljósi þeirra ástæðna sem greint er frá að ofan, hvetjum við ykkur til þess að samþykkja fyrrgreinda þingsályktunartillögu, draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka og endurnýja lýðræðislegt umboð ykkar til þess að sækja um aðild að fyrrnefndu sambandi með því að gefa þjóðinni tækifæri til þess að kjósa, í þjóðaratkvæðagreiðslu, um hvort réttast sé að sækja á ný um aðild að Evrópusambandinu.
Virðingarfyllst,
Stjórn Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB aðild.“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.