Miðvikudagurinn 27. janúar 2021

Formaður LÍÚ andvígur ESB-umsóknarferlinu - RÚV ósammála


5. ágúst 2010 klukkan 20:31
Adolf Guðmundsson

Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, segir við mbl.is 5. ágúst, að ríkisstjórnin ætli greinilega ekki að draga ESB-umsóknina til baka og þess vegna telji hann ekki raunhæft að reikna með að hætt verði við viðræður um aðild að ESB. Fyrst að ríkisstjórnin ætli að halda þessu áfram telji hann nauðsynlegt að fulltrúar LÍÚ verði við borðið og reynt verði að ná eins góðum samningum og mögulegt sé. Hann telji hins vegar best, að hætt verði við umsóknarferlið, en það sé ekki raunhæfur kostur miðað við fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar. Þá þyki honum vanta verulega upp á að sett hafi verið samningsmarkmið í viðræðum við ESB.

Samkvæmt heimildum Evrópuvaktarinnar urðu mjög sterk viðbrögð innan Landssambands íslenskra útvegsmanna að kvöldi 4. ágúst, eftir að frétt birtist um það í ríkisútvarpinu, að LÍÚ vildi ekki, að aðildarumsókn Íslands að ESB yrði dregin til baka. Var Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ borinn fyrir þessari skoðun og sagt, að hann hefði kynnt hana í síðdegisútvarpi RÚV.

Eins og sést af því, sem hér er birt að ofan, er verulegur efnismunur á því, sem Adolf segir við mbl.is 5. ágúst og haft var eftir honum á ruv.is 4. ágúst. Frásögn RÚV vakti ekki aðeins reiði innan LÍÚ heldur einnig fögnuð meðal ESB-aðilarsinna, sem virtust telja sig hafa fengið nýjan liðsmann meðal útgerðarmanna, sjálfan formann LÍÚ.

Fréttastofu RÚV er enn mjög í mun að segja hlustendum sínum og lesendum ruv.is, að um einhvers konar sinnaskipti sé að ræða í ESB-afstöðu hjá útgerðarmönnum, því að klukkan 18.25 fimmtudaginn 5. ágúst er eftirfarandi sett inn á ruv.is

„Útgerðarmenn sem Fréttastofa hefur rætt við í dag eru margir hverjir sammála formanni Landssambands íslenskra útvegsmanna um að halda beri áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið og ná eins góðum samningum og kostur er. Með því sé alls ekki verið að viðurkenna að ganga skuli í ESB, enda sé það ekki skoðun LÍU. Hinsvegar verði að tryggja að þær viðræður sem hafnar eru af íslenskum stjórnvöldum leiði til bestu niðurstöðu fyrir Ísland.“

RÚV lætur þess ógetið, að Adolf Guðmundsson er andvígur umsóknarferlinu en lýsir skoðun sinni á þeirri forsendu, að ríkisstjórninni takist að halda því áfram.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS