Hagkerfi Bandaríkjanna nú þrefalt stærra en Kína
Kínverjar ná Bandaríkjunum árið 2030 og frá og með því ári verður hagkerfi Kína hið stærsta í heimi að mati bæði New York Times og Wall Street Journal í morgun. Kínverjar eru nú orðnir númer tvö í röðinni og hafa skotizt fram úr Japan, sem um langt árabil hefur státað af næst stærsta efnahagskerfi heims. Japan er nú í þriðja sæti, síðan kemur Þýzkaland, þá Frakkland, Bretland er í sjötta sæti, Ítalía í því sjöunda og Brazilía í áttunda sæti.
Minnkandi hagvöxtur í Japan á öðrum ársfjórðungi gerði út um samkeppni þeirra og Kínverja um annað sætið. Hann varð aðeins 0,1% og á styrking yensins mikinn þátt í því að útflutningur Japans veiktist á þessu tímabili. Til samanburðar var hagvöxtur í Þýzkalandi á öðrum ársfjórðungi 2,2% og Bandaríkjanna 2,4%. Þótt fyrrnefnd dagblöð slái stöðu Kínverja fastri segja sérfræðingar að þetta sjáist þó ekki endanlega fyrr en á árinu 2011 þegar heildartölur ársins 2010 liggja fyrir.
Hlutabréf í Japan lækkuðu við þessar fréttir og stjórnvöld þar í landi hafa áhyggjur af efnahgsstöðu Japans vegna mikila skulda.
Eftir sem áður er heildarefnahagur Bandaríkjanna talinn þrefallt stærri en Kína um þessar mundir. Efnahagur Bandaríkjanna er metin á 14-15 trilljónir dollara en Kínverja á 5 trilljónir dollara. Tekjur á mann í Kína eru taldar 3600 dollara en í Bandaríkjunum 46 þúsund dollarar.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.