Margar forystukonur í Danmörku telja, að skrif fjölmiðla um dönsku flokksformennina Helle Thorning-Schmidt, formann danska Jafnaðarmannaflokksins, og Lene Esepersen, utanríkisráðherra og formann danska Íhaldsflokksins, sýni, að öðru vísi sé fjallað um konur í stjórnmálum en karla, að því er lesa má í Berlingske Tidende 22. ágúst.
Hanne Vibeke-Holst, rithöfundur, hóf umræður um hlut kvenna í stjórnmálum í grein í Politiken, laugardaginn 21. ágúst. Hún sagði flokksformennina Thorning-Scmidt og Espersen hafa orðið fórnarlömb nornaveiða. Menn væru haldnir geldingarótta gagnvart öflugum konum.
Benedikte Kiær, félagsmálaráðherra úr Íhaldsflokknum, minnir á, að stjórnmál hafi af hefð verið vettvangur karla og að nokkur spenna myndist milli kynja í sal þjóðþingsins, þegar konum fjölgi í þingsalnum.
„Þegar skrifað er um konur í stjórnmálum er til dæmis lögð áhersla á klæðnað, framkomu, hár og veski. Útlit kemur ekki til umræðu, þegar karlar í stjórnmálum koma við sögu. Þess er til dæmis getið, að konur eigi börn. Er hún nú að bregðast þeim? Á hún ekki frekar að vera heima? Þetta yrði aldrei sagt um karlmann,“ segir Benedikte Kiær, sem telur þó, að skattamál Helle Thorning-Schmidt hafi vakið mikla umræðu, af því að hún sé flokksformaður.
Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun heldur Jafnaðarmannaflokkurinn hlut sínum í Danmörku, þrátt fyrir skattamálið, sem snýst um eiginmann flokksformannsins, Stephan Kinnock, Breta, sem starfar utan Danmerkur. Benda kannanir til þess, að Thorning-Schmidt verði næsti forsætisráðherra Danmerkur.
Kenneth Reinicke, kynjafæðingur við Roskilde-háskóla, tekur undir með danska félagsmálaráðherranum um, að karlar í stjórnmálum séu aldrei dæmdir eftir því, hvort þeir séu góðir feður eða ekki eða hvernig þeir séu til fara. Kynjafræðingurinn segir að fleiri kvarðar séu settar á konur en karla. Þær geti unnið sér inn stig á því og náð forskoti gagnvart körlum.
„Það er einstaklega hvetjandi að vera í sal með konu, sem er mælsk og hefur útlitið með sér. Þær ná forskoti,“ segir karlinn Kenneth Reinicke, kynjafræðingur.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.