Skoskir makrílveiðimenn hafa ákveðið að slást í hóp annarra sjómanna innan ESB og láta hjá líða að sækja ráðstefnu um uppsjávarveiðar, sem haldin verður 7. til 9. september í Færeyjum að frumkvæði Norðurlandaráðs. Þeir sjá ekki ástæðu til að setjast á fund með Íslendingum og Færeyingum, sem hafi einhliða ákvæðið að stækka makrílkvóta sinn.
Samtökum skoskra uppsjávarveiðimanna var boðið að senda fulltrúa á þessa fjölþjóðlegu ráðstefnu í Þórshöfn um makríl og annan uppsjávarfisk í Norðaustur-Atlantshafi. Samtökin hafa afþakkað boðið. Á vefsíðunni fishnewseu.com segir, að sambærileg samtök í öðrum ESB-löndum ætli að gera slíkt hið sama. Þá sé talið, að ekki sæki neinn fulltrúi frá framkvæmdastjórn ESB eða ESB-ríki ráðstefnuna.
Struan Stevenson, fyrsti varaformaður sjávarútvegnefndar ESB-þingsins, ætlar að sitja fundinn og leggja áherslu á áhyggjur ESB vegna „ábyrgðarlausra“ ákvarðana Íslendinga og Færeyinga um að stórauka makrílkvóta sinn.
Ian Gatt, framkvæmdastjóri skosku uppsjávarveiðisamtakanna, sagði, að ætluðu Íslendingar og Færeyingar að ræða stjórn makrílveiða á ráðstefnunni, gerðu þeir það í tómarúmi, því að þar yrðu engir aðrir, sem eigi hagsmuna að gæta.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.