ESB er sakað um að stofna til mikils kostnaðar í þeim tilgangi að „stjórna“ evrópskum blaðamönnum. Frá þessu er skýrt í blaðinu The Parliament 6. september, þar sem sagt er frá nýjum upplýsingum um hve langt ESB gengur til að þjálfa og „upplýsa“ blaðamenn . Fram kemur, að ESB varði meira en 8 milljónum evra eða um 1.200 milljónum ISK í þágu blaðamanna á árinu 2009.
Umræður um útgjöld ESB í þágu blaðamanna má rekja til áforma framkvæmdastjórnar ESB um að grípa til nýrra almannatengslaherferðar til að bæta eigin ímynd. Ætlunin er meðal annars að láta ljósmyndara og sjónvarpstökumenn fylgja José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, allan sólarhringinn auk blaðamanna og fjögurra ræðuritara.
Breska hugveitan Open Europe hefur tekið saman tölur um útgjöld ESB í þágu blaðamanna. Sérfræðingar hugveitunnar telja grunsamlegt, hve mikla alúð ESB lagði við írska blaðamenn í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar á Írlandi í desember 2009 um Lissabon-sáttmálann. Engu sé líkara en framkvæmdastjórnin sé að kaupa vinsamleg blaðaskrif eða sjónvarpsfréttir.
Fjárhæðirnar, sem varið hafi verið í þágu írskra blaðamanna, veki efasemdir um gildi loforðs framkvæmdastjórnarinnar um að gæta hlutleysis í þingkosningum eða þjóðaratkvæðagreiðslum.
Marta Andreasen, ESB-þingmaður UKIP-flokksins í Bretlandi, segir af þessu tilefni:
„Þar sem ég sit í fjárlaganefndinni er ég meðal hinna fyrstu, sem verð vör við að eyðsluþrá þingsins eru engin takmörk sett, en að eyða fjármunum til að skemmta blaðamönnum er ekki aðeins til marks um lítilsvirðingu við evrópska skattgreiðendur heldur einnig um skammarlegt siðferðisviðhorf. Ég berst fyrir umtalsverðri lækkun á fjárlögum ESB árið 2011 og ég mun auðvitað leggja mig fram um, að þessi misnotkun verði aldrei endurtekin.“
Útgjöld ESB í þágu blaðamanna eru sundurliðuð á þennan veg í The Parliament.
Árið 2009 var að minnsta kosti 8.14 milljónum evra varið beint til að skemmta, þjálfa og „upplýsa“ blaðamenn, 2,6 m. evra var varið í ferðir, gistingu og uppihald.
351.800 evrum (54 m. ISK) var varið í þágu írskra blaðamanna og málstofa um Lissabon-sáttmálann árið 2009, hugsanlega í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
Árið 2009 var að minnsta kosti 710.000 (108 m. ISK) evrum varið í keppni blaðamanna og verðlaun, þar sem allt snerist að sjálfsögðu um mál tengd ESB.
7.500 evrum (1.1 m. ISK) var varið í tvö hanastél.
12.218 evrur (1.8 m. ISK) voru notaðar til að kaupa USB-kubba fyrir blaðamenn á Spáni.
Málsverður á Radisson hóteli í Úruguay undir heitinu „hádegisverður með blaðamönnum“ kostaði 363 evrur (55.000 ISK), en þar dugar fjárhæðin til að greiða þriggja mánaða leigu á íbúð í höfuðborginni Montevideo.
Árið 2010 varði framkvæmdastjórnin einnig 500.000 evrum (7,5 m. ISK) til að kanna gildi nýs Erasmus-verkefnis fyrir blaðamenn, til að „tryggja þjálfun“ á „blaðamönnum sem vinna fyrir ESB-útgáfur og netmiðla, einkum ungum blaðamönnum“ með námsmannaskiptum milli ESB-landa.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.