Miðvikudagurinn 3. mars 2021

ESB-dómstóllinn: Þýska happdrættislöggjöfin gegn ESB-lögum


9. september 2010 klukkan 14:28

ESB-dómstóllinn í Lúxemborg hefur komist að þeirri niðurstöðu, að ríkisrekstur á happdrættum, lottó og spilakössum í Þýskalandi brjóti í bága við ESB-lög, enda sé ekki unnt að færa sannfærandi rök fyrir nauðsyn rekisrekstrar á þessu sviði. Dómurinn markar tímamót og er talinn opna leið fyrir einkarekin, erlend spila- og veðmálafyrirtæki inn á þýskan markað.

Flickr.com

Í dómi sínum miðvikudaginn 8. september féllst ESB-dómstóllinn ekki á þau rök þýsku happdrættis- og lottófyrirtækjanna, að ríkisrekstur þeirra væri nauðsynlegur til að vernda almenning fyrir of mikilli ásókn af hálfu spila- og veðmálafyrirtækja. Benti dómstóllinn á, að þessi röksemd stæðist ekki, vegna þess hve þýsku ríkisspilafyrirtækin stunduðu sjálf „ákafar auglýsingaherferðir“ og dreifðu um allt spilavélum, sem höfðuðu mjög til spilafíkla og ýttu undir spilafíkn.

„Við þær aðstæður er ekki lengur unnt að fylgja fram því því sjónarmiði, að einkaleyfi stuðli að forvörnum, þess vegna er ekki réttlætanlegt að viðhalda einkaleyfinu,“ sagði dómstóllinn. Hann sagði þýsku happdrættislöggjöfina einnig andstæða „grundvallarfrelsi ESB“ og ákvæði hennar gætu „ekki gilt á meðan unnið er að því að fella lögin að kröfum ESB-laga.“

Happdrættislögin voru samþykkt árið 2008. Markmið þeirra var að sporna gegn spilafíkn með því að leyfa aðeins ríkisreknum fyrirtækjum að selja happdrættis- og lottómiða eða standa að fjárhættuspili í Þýskalandi. Spilastarfsemin gefur ríkinu eða einstökum sambandsríkjum marga milljarði evra í aðra hönd.

Átta netspilafyrirtæki stefndu þýska ríkinu vegna laganna í nokkrum héraðsdómstólum. Þeir leituðu álits ESB-dómstólsins á því, hvort þýska kerfið stæðist ESB-lög.

Ríkisreknu happdrættis- og lottófélögin lýstu undrun sinni yfir niðurstöðu ESB-dómstólsins, þar sem hann hefði þegar komist að þeirri niðurstöðu, að einkaleyfi ríkisins á þessu sviði væri löglegt í mörgum ESB-ríkjum, þar sem sporna mætti gegn neikvæðum félagslegum áhrifum spilamennsku á þann hátt.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS