Fréttir um að samdráttur hafi orðið í írsku efnahagslífi á öðrum ársfjórðungi þessa árs hafa vakið mikla athygli og áhyggjur. Í gær var skýrt frá því, að samdrátturinn nemi 1,2% af vergri landsframleiðslu miðað við fyrsta ársfjórðung en sérfræðingar höfðu spáð 0,5% vexti á öðrum ársfjórðungi. Fjármnálamarkaðir tóku þessum tíðindum illa. Evran féll í verði og írsk skuldabréf kolféllu. Írar borga nú 4,25 prósentustiga hærri vexti en Þjóðverjar, sem eru viðmiðunin á evrusvæðinu. Ávöxtunarkrafan á 10 ára írsk skuldabréf er nú 6,3%.
Samkvæmt frétt í Irish Times í morgun eru Grikkland og Írland einu ríkin á evrusvæðinu, þar sem samdráttur varð í efnahagslífinu á öðrum ársfjórðungi.
Eins og fram hefur komið hér á Evrópuvaktinni hafa sumir sérfræðingar spáð því, að grípa yrði til áþekkra björgunaraðgerða á Írlandi og í Grikklandi. Það gerist hins vegar ekki nú vegna þess, að Írar hafa fjármagnað sig fram undir mitt næsta ár.
Í kjölfar fjármálakreppunnar fyrir tveimur árum voru viðbrögð Íra talin til fyrirmyndar. Daily Telegraph, segir að Írar hafi gert allt, sem þeir hafi verið beðnir um að gera. Nú eru að vakna spurningar um skynsemi þeirra ströngu aðhaldsaðgerða, sem bæði Írar og aðrar Evróouþjóðir hafa gripið til.
Nú stefnir í að hallinn á fjárlögum írska ríkisins tvöfaldist úr 12% af vergri landsframleiðslu í 25% fyrst og fremst vegna þess hvað fall Anglo Irish Bank kostar írska ríkið mikið.
Efnahagsvandi Íra undirstrikar líka mikinn vanda Seðlabanka Evrópu. Hvernig á hann að reka sameiginlega peningamálastefnu fyrir evrusvæðið allt, þegar svo mikill munur er á stöðu aðildarríkjanna eins og á milli Þýzkalands annars vegar og Írlands og Grikklands hins vegar. Sérfræðingar halda því fram, að mikil stöðnun muni ríkja á Írlandi næstu ár.
Eitt af því, sem veldur fjárfestum áhyggjum eru 2,4 milljarða evra skuldabréf sem Anglo Irish Bank gaf út. Af þeirri upphæð mun 1,7 milljarður evra ekki njóta ríkisábyrgðar eftir lok þessa mánaðar.
Þetta kemur fram í Wall Street Journal.
Á vefmiðlinum euobserver í morgun kemur fram, að framkvæmdastjórn ESB muni á miðvikudag í næstu viku leggja fram tillögur um refsiaðgerðir gagnvart aðildarríkjum evrunnar, sem haldi sig ekki innan við 3% markið fyrir fjárlagahalla og að skuldir ríkjanna fari ekki yfir 60% af vergri landsframleiðslu.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.