14 dollara gjaldtakan nær einnig til Íslendinga
Bandarísk stjórnvöld innheimta nú 14 dollara (1610 ISK) komugjald af ferðamönnum frá ESB-ríkjum, sama regla gildir um ferðamenn frá Íslandi. Gjaldtakan hefur vakið hörð viðbrögð hjá framkvæmdastjórn ESB, sem hugar að gagnaðgerðum að sögn vefsíðunnar EUobserver. Jafnframt gagnrýna ESB-þingmenn harðlega þá aðferð bandarískra yfirvalda að krefjast upplýsinga um greiðslukort þeirra, sem ferðart til Bandaríkjanna.
14 dollara gjaldið kom til sögunnar fyrr í þessum mánuði. Aðeins er unnt að greiða það með korti á netinu. Það nær til ferðamanna frá 23 ESB-ríkjum, sem þurfa ekki vegabréfsáritun til að ferðast til Bandaríkjanna. Ferðamenn frá Búlgaríu, Kýpur. Póllandi og Rúmeníu þurfa enn vegabréfsáritun og greiða þess vegna annars konar gjald.
Framkvæmdastjórn ESB hefur til þessa látið hjá líða að lýsa rafrænu kerfi Bandaríkjamanna til skráningar á ferðamönnum (Electronic Travel Authorisation System (ESTA) sem dulbúnu vegabréfsáritanakerfi. ESB-þingmenn telja hins vegar að svo sé, þar sem þeir ferðamenn, sem fá ekki staðfestingu, eftir að hafa skráð sig í kerfið, sé bannað að fara um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna.
„Við erum kanna öll úrræði, þar á meðal ESB-ESTA-kerfi. Hagkvæmni þess er verið að kanna um þessar mundir, því kynni að verða komið á, ef aðildarríkin vilja,“ sagði Maros Sefcovic, sem situr í framkvæmdastjórn ESB og fer þar með stofnanamálefni.
Framkvæmdastjórn ESB vonar, að Bandaríkjastjórn falli frá gjaldtökunni, þar sem í henni felist „mismunun“ og hún stangist á við öll yfirlýst bandarísk markmið um að auðvelda samskipti þjóðanna beggja vegna Atlantshafs. „Það er einkennilegt að láta ferðamenn greiða fyrir ferðamennsku. Þetta kann að leiða til þess, að ferðamönnum fækki en fjölgi ekki,“ sagði Sefcovic.
Af 14 dollara gjaldinu renna 4 til að reka ESTA-kerfið, en 10 eru skattur til að efla ferðaþjónustu. Tillaga um ferðamannaskattinn kom frá Harry Reid, leiðtoga demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings.
Að sögn EUobserver viðurkenna bnadarískir embættismenn í einkasamtölum, að í því felist þverstæða að ætla að fjölga ferðamönnum með því að leggja á þá auknar álögur. Harry Reid knúði skattheimtuna í gegn fyrr á þessu ári, þegar lagt var hart að honum að styðja tillögur Baracks Obama í heilbrigðismálum.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.