Á miðvikudag leggur framkvæmdastjórn ESB fram tillögur, sem miða að því að koma böndum á útgjöld einstakra aðildarríkja. Og í dag kemur sérstakur verkefnahópur um sama efni saman til fundar í Brussel. Gert er ráð fyrir töluverðum átökum á milli aðildarríkja um þessar tillögur á sama tíma og vaxandi óánægju gætir hjá almenningi vegna stóraukins aðhalds. Að sögn euobserver í morgun hefur Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands, lýst yfir stuðningi við tillögur framkvæmdastjórnarinnar en Frakkar og Ítalir eru ekki jafn hrifnir af þeim, sérstaklega ekki þeim hluta þeirra, sem fela í sér sjálfkrafa refsiaðgerðir gagnvart aðildarríkjum, sem brjóta settar reglur um hlutfall hallareksturs af fjárlögum og hlutfall þjóðarskulda af vergri landsframleiðslu.
Þær tillögur mundu þýða, að í stað þess að nú þarf tiltekinn meirirhluta til þess að samþykkja refsiaðgerðir gera tillögur framkvæmdastjórnarinnar ráð fyrir, að ákveðinn meirihluta þurfi til að hafna sjálfkrafa refsiaðgerðum.
Financial Times segir í dag, að tillögurnar séu víðtækari en þetta. Þannig sé gert ráð fyrir stöðvun á greiðslum úr þróunar- og landbúnaðarsjóðum til þeirra, sem brjóti ítrekað reglur ESB og atkvæðisréttur verði tekinn tímabundinn af ráðherrum í ráðherraráði ESB frá ríkjum, sem standi ekki við sitt.
Blaðið segir, að Hollendingar og Bretar styðji afstöðu Þjóðverja en Belgar styðji Frakka og Ítali. Finnska dagblaðið Helsingin Sanomat segir í dag að Finnar styðji sjónarmið Þjóðverja. Blaðið segir ennfremur að við núverandi aðstæður mundu sektargreiðslur Finna nema um 340 milljónum evra.
Embættismenn í Brussel segja, að til sé að verða blokk ríkja í suðurhluta Evrópu, sem standi gegn tillögum framkvæmdastjórnarinnar.
Frakkar hafa sérstakar áhyggjur af þeirri áherzlu, sem framkvæmdastjórnin leggur á að skuldir verði lækkaðar. Slíkar aðgerðir mundu t.d. valda Ítölum miklum erfiðleikum en gert er ráð fyrir að skuldir Ítala muni á þessu ári nema 116% af vergri landsframleiðslu.
Humyndir framkvæmdastjórnarinnar um refsiaðgerðir eru þær, að ríki, sem ekki fari að reglum verði að leggja 0,2% af vergri landsframleiðslu inn á sérstakan bankareikning , sem engir vextir yrðu greiddir af og í sumum tilvikum gætu sektir numið 1% af vergri landsframleiðslu.
Á sama tíma og framkvæmdastjórnin ætlar að herða að einstökum ríkjum standa ríkisstjórnir þeirra ríkja, sem verst eru sett frammi fyrir verulegum þjóðfélagsóróa. Á miðvikudag er gert ráð fyrir víðtækum verkföllum á Spáni og búast má við mótmælum í Brussel.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.