Mánudagurinn 27. júní 2022

ESB-ráðherrar veittu Damanaki umboð til að semja um makríl

Sjávar­útvegs­stjórinn vill ekki tengja makríl­viðræður og aðlögunar­viðræður Íslendinga


27. september 2010 klukkan 15:06
Maria Damanaki

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, fór þungum orðum um makrílveiðar Íslendinga og Færeyinga á blaðamannafundi í Brussel að morgni mánudags 27. september, eftir sjávarútvegsráðherrar ESB-ríkjanna höfðu lokið umræðum um makríldeiluna. Hún sagði þær í raun óásættanlegar og langt umfram það, sem þjóðirnar gætu krafist. Hún vildi ekki tengja makrílviðræðurnar og ESB-aðlögunarviðræður Íslendinga.

Kris Peeters, sjávarútvegsráðherra Belgíu, sem sat fyrir svörum á blaðamannafundinum með Damanaki, sagði, að hún hefði fullt umboð ráðherranna til að leita samninga um málið. Það væri mjög brýnt, að leysa það sem fyrst. Ef Íslendingar og Færeyingar færu fram á sama hátt og þeir hefðu gert í sumar með einhliða ákvörðun um eigin veiðikvóta, væri makrílstofninum stefnt í voða.

Stefnt er að því að deiluaðilar, Íslendingar, Færeyingar, Norðmenn og ESB hittist á fundi í London 12. október og leiti lausna á deilunni.

Blaðakona frá European Voice spurði, hvort deilan vegna makrílsins kæmi til með að hafa áhrif á aðlögunarviðræður Íslendinga. Damanaki sagði, að draga yrði skil á milli þeirra viðræðna og makrílviðræðnanna. Miklu býnna væri að fá niðurstöðu í makríldeilunni en leiða aðlögunarviðræðurnar til lykta.

Kris Peeters sagði, að ekki væri unnt að svara „ef“ spurningum um þetta mál og tengsl þess við aðlögunarviðræðurnar við Íslendinga. Næðist ekki samkomulag um skiptingu makrílstofnsins, sem nú væri brýnasta verkefnið og um hefði verið rætt á ráðherrafundinum, yrði að huga að næsta skrefi og skoða allar leiðir til að ná fram niðurstöðu, sem yrði hagstæð fyrir ESB-ríki og til verndar makrílstofninum.

Í svari við fyrirspurn um sama efni frá blaðamanni frá Die Presse í Austurríki, sagði sjávarútvegsstjórinn, að framkvæmdastjórnin vildi ekki tengja þetta tvennt saman. Íslendinga fengju hins vegar ekki aðild að ESB, nema þeir viðurkenndu allar reglur sambandsins.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS