Þriðjudagurinn 9. ágúst 2022

Hart tekist á um niðurskurð breska heraflan


29. september 2010 klukkan 12:44

Hart er tekist á um niðurskurð á breska heraflanum í ríkisstjórn Davids Camerons. Liam Fox, varnarmálaráðherra, hefur ritað forsætisráðherranum bréf og sagt, að hugmyndir um minnkun heraflans séu óverjanlegar. Framkvæmd þeirra kalli á hörð viðbrögð frá stuðningsmönnum Íhaldsflokksins, fjölmiðlum og hernum.

Liam Fox

Breska fjármálaráðuneytið hefur krafist þess, að varnarmálaráðuneytið skeri útgöld til varnarmála niður um 10% af árlegum fjárveitingum, sem nema 37 milljörðum punda. Í bréfi sinu gagnrýnir Liam Fox þessa kröfu og segist njóta stuðnings annarra ráðherra, sem vilji ekki, að vegið sé að heraflanum á þennan hátt.

Verði farið að kröfu fjármálaráðuneytisins munu tugir þúsunda hermanna, sjóliða og flugliða missa störf sín að sögn The Daily Telegraph.

Ólíklegt er, að ráðist verði í smíði nýs flugmóðurskips fyrir flotann. Þá er ágreiningur meðal ráðherra um, hvort endurnýja eigi Trident-kjarnorkukafbátana. Landgönguliðssveitir flotans kynnu að hverfa úr sögunni.

Flugherinn verður sviptur mörgum orrustuþotum og ekki yrði um nýjar Nimrod-eftirlitsþotur að ræða. Einnig yrði fækkað í heimavarnaliðinu.

Rætt hefur verið um endurskipulagningu breska heraflans um nokkurra mánaða skeið. Tillögur um hana hafa sætt gagnrýni þingmanna og yfirmanna í heraflanum. Nú skýrir varnarmálaráðherrann hins vegar í fyrsta sinn frá áhyggjum sínum opinberlega.

Bréf Fox til Camerons, sem hefur verið birt opinberlega ber áritunina: „Aðeins fyrir augu forsætisráðherra“. Þar segir Fox, að sífellt verði erfiðar fyrir sig að verja niðurskurðarferlið innan heraflans. Fari svo fram sem horfi verði pólitískar afleiðingar fyrir sig og forsætisráðherranna alvarlegri. Ákvarðanir, sem teknar verði núna, muni setja núverandi ríkisstjórn og arftökum hennar of þröngar skorður í varnar- og öryggismálum. Þótt embættismenn varnarmálaráðuneytisins og fulltrúar heraflans hafi í fimm mánuði unnið hörðum höndum að því að finna leið til að spara að minnsta kosti 4 milljarði punda, sé niðurskurðurinn í raun óframkvæmanlegur bæði í orði og á borði.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS