Helztu efnahagsveldi heims heyja nú gjaldmiðlastríð hvert gegn öðru, segir í grein í Daily Telegraph í dag, sem minni á sviptingar á gjaldeyrismörkuðum á árunum fyrir heimsstyrjöldina síðari. Blaðið segir að öll ríkin reyni nú að lækka verð gjaldmiðla sinna með ýmsum ráðum til þess að bæta samkeppnisstöðu sína gagnvart öðrum.
Í grein blaðsins segir, að Kínverjar séu sekastir en Bandaríkjamenn og Bretar leiki sama leikinn og ríkin hafi uppi ásakanir hvert gegn öðru. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt löggjöf, sem á að auðvelda Bandaríkjunum að beita Kína refsiaðgerðum vegna gjaldmiðlastefnu þeirra. Sérfræðingar segja hins vegar að þrátt fyrir vopnaglamur sé lítill áhugi í þessum ríkjum á að hefja allsherjar viðskiptastríð.
Daily Telegraph segir vísbendingar um að Kínverjar vilji koma til móts við gagnrýnendur sína. Bretar fylgi svipaðri stefnu og lækkun brezka pundsins sé lykilþáttur í efnahagsstefnu nýrrar ríkisstjórnar. Fram til þessa hafi önnur Evrópuríki ekki brugðizt við enda hafi þau nóg á sinni könnu.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.