Föstudagurinn 15. janúar 2021

ESB æfir viðbrögð við hryðjuverkum -upplýst um hryðjuverkaáform


30. september 2010 klukkan 12:43

ESB hefur æft viðbrögð við hugsanlegri sýkla-árás hryðjuverkamanna á knattspyrnuleiki í Póllandi og Úkraínu. Til æfingarinnar var efnt í sama mund og fréttir bárust um, að al-Kaída hefði skipulagt raunverulegar hryðjuverkaárásir á Bretland, Frakkland og Þýskaland og Norðmenn hefðu handtekið þrjá menn, sem undirbjuggu árásir í Ósló og Kaupmannahöfn.

Að sögn EUobserver efndi ESB til fimmtu alhliða æfingar sinnar gegn hryðjuverkum dagana 27. til 29. september. Látið var á það reyna, hvernig brugðist yrði við af yfirvöldum á sviði heilbrigðismála, samgöngumála, landamæravörslu, löggæslu og almannavarna, ef ráðist yrði með sýklum á knattspyrnuleiki í Póllandi og Úkarínu árið 2012. Frá því var skýrt, að æfingin hefði gengið vel, hugað verði sérstaklega að úrbótum varðandi miðlun upplýsinga og fjarskipti í kjölfar hennar til að stuðla að meiri samhæfingu.

Fréttir um æfinguna bárust daginn (þriðjudaginn 28. september) eftir, að leyniþjónustur Bandaríkjanna og Evrópuríkja gáfu til kynna, að hryðjuverkamenn í Pakistan með tengsl við al-Kaída hefðu undirbúið árásir í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi.

Árásirnar hefðu átt að vera með svipuðu sniði og árásin árið 2008 í Mumbai á Indlandi, þar sem hópur vopnaðra manna sté á land af bátum og hóf skothríð á vegfarendur á mismunandi stöðum á sama tíma. Þar voru 166 drepnir í árásinni.

The Wall Street Journal segir, að gagn-hryðjuverkastofnanir í Bandaríkjunum og Evrópu hafi fylgst með undirbúningi árásanna síðan í ágúst og þær séu nú að leita að manni, sem er talinn frá Norður-Afríku og þekktur sem „Mauritani“.

„Grimmdarverkið var á fósturstigi,“ sagði breskur embættismaður Associated Press. Hvorki í Bretlandi né Þýskalandi töldu yfirvöld ástæðu til að hækka viðbúnaðarstig gegn hryðjuverkum.

Norska lögreglan skýrði frá því þriðjudaginn 28. september, að tveir menn hefðu játað að hafa undirbúið árás á danska dagblaðið Jylland Posten og á sendiráð Kína í Ósló. Um er að ræða Shawan Sadek Saeed Bujak, 37 ára, íraskan Kúrda með búsetu í Noregi og Mikael Davud, 39 ára norskan ríkisborgara af kínverskum Uighur uppruna. Þá hefur þriðji maðurinn, Uzbeki með norska búsetu, verið sakaður um aðild að málinu.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS