ESB hefur æft viðbrögð við hugsanlegri sýkla-árás hryðjuverkamanna á knattspyrnuleiki í Póllandi og Úkraínu. Til æfingarinnar var efnt í sama mund og fréttir bárust um, að al-Kaída hefði skipulagt raunverulegar hryðjuverkaárásir á Bretland, Frakkland og Þýskaland og Norðmenn hefðu handtekið þrjá menn, sem undirbjuggu árásir í Ósló og Kaupmannahöfn.
Að sögn EUobserver efndi ESB til fimmtu alhliða æfingar sinnar gegn hryðjuverkum dagana 27. til 29. september. Látið var á það reyna, hvernig brugðist yrði við af yfirvöldum á sviði heilbrigðismála, samgöngumála, landamæravörslu, löggæslu og almannavarna, ef ráðist yrði með sýklum á knattspyrnuleiki í Póllandi og Úkarínu árið 2012. Frá því var skýrt, að æfingin hefði gengið vel, hugað verði sérstaklega að úrbótum varðandi miðlun upplýsinga og fjarskipti í kjölfar hennar til að stuðla að meiri samhæfingu.
Fréttir um æfinguna bárust daginn (þriðjudaginn 28. september) eftir, að leyniþjónustur Bandaríkjanna og Evrópuríkja gáfu til kynna, að hryðjuverkamenn í Pakistan með tengsl við al-Kaída hefðu undirbúið árásir í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi.
Árásirnar hefðu átt að vera með svipuðu sniði og árásin árið 2008 í Mumbai á Indlandi, þar sem hópur vopnaðra manna sté á land af bátum og hóf skothríð á vegfarendur á mismunandi stöðum á sama tíma. Þar voru 166 drepnir í árásinni.
The Wall Street Journal segir, að gagn-hryðjuverkastofnanir í Bandaríkjunum og Evrópu hafi fylgst með undirbúningi árásanna síðan í ágúst og þær séu nú að leita að manni, sem er talinn frá Norður-Afríku og þekktur sem „Mauritani“.
„Grimmdarverkið var á fósturstigi,“ sagði breskur embættismaður Associated Press. Hvorki í Bretlandi né Þýskalandi töldu yfirvöld ástæðu til að hækka viðbúnaðarstig gegn hryðjuverkum.
Norska lögreglan skýrði frá því þriðjudaginn 28. september, að tveir menn hefðu játað að hafa undirbúið árás á danska dagblaðið Jylland Posten og á sendiráð Kína í Ósló. Um er að ræða Shawan Sadek Saeed Bujak, 37 ára, íraskan Kúrda með búsetu í Noregi og Mikael Davud, 39 ára norskan ríkisborgara af kínverskum Uighur uppruna. Þá hefur þriðji maðurinn, Uzbeki með norska búsetu, verið sakaður um aðild að málinu.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.