Stofnfundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins var haldinn þriðjudaginn 5. október í Þjóðmenningarhúsinu. Er það liður í aðlögunarferli umsóknarríkis, að ganga til slíks samstarfs við ESB-þingið. Hér hefur sú leið verið farin að sameina EFTA- og Evrópunefndir þingsins í eina nefnd, sem skipi nefndina með fulltrúum ESB-þingsins. Formaður af hálfu þess er sá þingmaður, sem hefur gegnt formennsku í samstarfsnefnd við EFTA-ríkin.
18 þingmenn eiga sæti í nefndinni, 9 frá hvorum aðila, Alþingi og ESB-þinginu. Þeir hafa unnið að því semja sameiginlega ályktun, þar sem meðal annars hefur verið sett fram sú krafa af hálfu ESB-þingsins, að Íslendingar hætti hvalveiðum. Þá er þess krafist, að Íslendingar lagi sig að kröfum ESB á tíma aðlögunarviðræðnanna. Samkvæmt heimildum Evrópuvaktarinnar hefur Árni Þór Sigurðsson, formaður íslensku nefndarinnar, leitast við að haga orðalagi á þessum lið hinnar sameiginlegu ályktunar á þann veg, að hann og utanríkisráðherra geti skýrt það svo, að aðlögunarkröfur komi ekki til framkvæmda, fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Á stofnfundi sameiginlegu nefndarinnar fluttu Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Timo Summa, sendiherra og fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB, og Christian Monnoyer. fulltrúi ráðherraráðs ESB, Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis og formenn nefndarinnar, írski ESB-þingmaðurinn Pat the Cope Gallagher og Árni Þór Sigurðsson alþingismaður ávörp.
Í frétt um stofnfundinn frá utanríkisráðuneytinu segir, að í umræðum að loknum þessum ræðum hafi nokkuð verið rætt um makrílveiðar og utanríkisráðherra hafi útskýrt sjónarmið Íslands í tengslum við veiðarnar og rétt Íslendinga til að stunda þær í eigin landhelgi. Hann hafi lagt áherslu á mikilvægi þess, að aðilar málsins, þar á meðal Ísland og Evrópusambandið, næðu samkomulagi í deilunni.
Í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins segir:
„Alla jafna munu fulltrúar ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar og ráðherraráðs Evrópusambandsins sitja fundi sameiginlegu þingmannanefndarinnar. Alþingismönnum gefst því kostur á að eiga formbundnar og milliliðalausar viðræður við framkvæmdastjórn og ráðherraráð ESB um umsóknarferli Íslands á vettvangi nefndarinnar. Sameiginleg þingmannanefnd verður því mikilvægur vettvangur fyrir alþingismenn til að rækja samráðs- og eftirlitshlutverk sitt meðan á ferlinu stendur. Sameiginlega þingmannanefndin mun koma saman tvisvar á ári, til skiptis á Íslandi og í starfsstöðvum Evrópuþingsins í Brussel eða Strassborg.“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.