Miðvikudagurinn 14. apríl 2021

Sameiginleg þingmanna­nefnd ESB og Íslands stofnuð


5. október 2010 klukkan 19:24
Utanríkisráðuneytið
Frá stofnfundi sameiginlegrar þingnefndar ESB-þings og Alþingis í Þjóðmenningarhúsinu 4. október, 2010.

Stofnfundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins var haldinn þriðjudaginn 5. október í Þjóðmenningarhúsinu. Er það liður í aðlögunarferli umsóknarríkis, að ganga til slíks samstarfs við ESB-þingið. Hér hefur sú leið verið farin að sameina EFTA- og Evrópunefndir þingsins í eina nefnd, sem skipi nefndina með fulltrúum ESB-þingsins. Formaður af hálfu þess er sá þingmaður, sem hefur gegnt formennsku í samstarfsnefnd við EFTA-ríkin.

18 þingmenn eiga sæti í nefndinni, 9 frá hvorum aðila, Alþingi og ESB-þinginu. Þeir hafa unnið að því semja sameiginlega ályktun, þar sem meðal annars hefur verið sett fram sú krafa af hálfu ESB-þingsins, að Íslendingar hætti hvalveiðum. Þá er þess krafist, að Íslendingar lagi sig að kröfum ESB á tíma aðlögunarviðræðnanna. Samkvæmt heimildum Evrópuvaktarinnar hefur Árni Þór Sigurðsson, formaður íslensku nefndarinnar, leitast við að haga orðalagi á þessum lið hinnar sameiginlegu ályktunar á þann veg, að hann og utanríkisráðherra geti skýrt það svo, að aðlögunarkröfur komi ekki til framkvæmda, fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Á stofnfundi sameiginlegu nefndarinnar fluttu Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Timo Summa, sendiherra og fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB, og Christian Monnoyer. fulltrúi ráðherraráðs ESB, Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis og formenn nefndarinnar, írski ESB-þingmaðurinn Pat the Cope Gallagher og Árni Þór Sigurðsson alþingismaður ávörp.

Í frétt um stofnfundinn frá utanríkisráðuneytinu segir, að í umræðum að loknum þessum ræðum hafi nokkuð verið rætt um makrílveiðar og utanríkisráðherra hafi útskýrt sjónarmið Íslands í tengslum við veiðarnar og rétt Íslendinga til að stunda þær í eigin landhelgi. Hann hafi lagt áherslu á mikilvægi þess, að aðilar málsins, þar á meðal Ísland og Evrópusambandið, næðu samkomulagi í deilunni.

Í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins segir:

„Alla jafna munu fulltrúar ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar og ráðherraráðs Evrópusambandsins sitja fundi sameiginlegu þingmannanefndarinnar. Alþingismönnum gefst því kostur á að eiga formbundnar og milliliðalausar viðræður við framkvæmdastjórn og ráðherraráð ESB um umsóknarferli Íslands á vettvangi nefndarinnar. Sameiginleg þingmannanefnd verður því mikilvægur vettvangur fyrir alþingismenn til að rækja samráðs- og eftirlitshlutverk sitt meðan á ferlinu stendur. Sameiginlega þingmannanefndin mun koma saman tvisvar á ári, til skiptis á Íslandi og í starfsstöðvum Evrópuþingsins í Brussel eða Strassborg.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS