Laugardagurinn 27. febrúar 2021

ESB-stjóri gerir lítið með hryðjuverkaviðvörun Bandaríkjamanna


6. október 2010 klukkan 10:07

Hryðjuverkaviðvörun Bandaríkjastjórnar vegna yfirvofandi hættu í Evrópu byggist ekki á neinni breytingu í öryggsmálum eða mati og ætti ekki að leiða til þess, að ríkisstjórnir ESB-landa taki upp nýjar aðferðir til að verjast hryðjuverkaógninni að mati Vivian Reding, dómsmálastjóra ESB.

Á ráðstefnu á vegum þýsku hugveitunnar Konrad Adenauer Stiftung í Berlín 5. október sagði Reding, að evrópskir ráðherrar hefðu þegar sagt, að ekkert nýtt lægi að baki viðvörun Bandaríkjamanna um hættu á hryðjuverkum. Ógnin af hryðjuverkamönnum hefði legið fyrir í nokkur ár. Dómstólastjórinn sagði, að úr því að ekkert hefði breyst væri ástæðulaust fyrir ESB og aðildarlöndin að taka upp nýjar aðferðir. Haldið yrði áfram eins og áður við að greina líkur á árás og búa sig undir gagnráðstafanir í samræmi við þá greiningu.

Reding vísaði til þess, sem haft var eftir Thomas de Maiziere, innanríkisráðherra Þýskalands, sem hafði varað við því að verða óttasleginn vegna viðvörunar Bandaríkjastjórnar sunnudaginn 3. október.

Í frétt EUobserver í tilefni af orðum Reding í Berlín segir, að ekki séu allir á sama máli og hún um, að ekki sé ástæða til meiri árvekni. Svíar og Bretar hafi undanfarna daga sent frá sér svipaðar viðvaranir og Bandaríkjamenn til þeirra, sem ætla að ferðast til Þýskalands og Frakklands. Japanir og Ástralir hafa gripið til hins sama. Gagnvart bandarískum ferðamönnum hefur viðvörun yfirvalda leitt til þess, að þeim, sem láta af sér vita með því að hafa samband við bandarískar ræðisskrifstofur, hefur fjölgað úr 2.000 í 8.000 á dag.

Innanríkisráðherrar ESB-ríkjanna hittast á fundi í Lúxemborg fimmtudaginn 7. október. Þangað kemur einnig Jane Holl Lute, aðstoðar-heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, sem mun veita frekari upplýsingar um hryðjuverkaviðvörunina.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS