Frönsk stjórnvöld hvöttu 6. október þá, sem ferðast til Bretlands til að sýna „einstaka aðgæslu“ vegna meiri ótta en áður við hryðjuverkaárás þar. Í tilkynningunni segir, að það sé „mjög líklegt“ að ráðist verði á almenn samgöngutæki og ferðamannastaði í Bretlandi.
Viðvörunin er birt eftir að upplýst hefur verið, að maður grunaður um hryðjuverkatengsl var drepinn í Pakistan. Talið er, að hann hafi verið þjálfaður til að stjórna hryðjuverkum í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi.
Bresk yfirvöld hækkuðu hættumat sitt úr „almennu“ í „hátt“ fyrir ferðamenn á leið til Þýskalands og Frakklands sunnudaginn 3. október. Þau breyttu hins vegar ekki mati sinu varðandi Bretland, sem er „alvarlegt“, að sögn BBC.
Franska tilkynningin birtist á vefsíðu varnarmálaráðuneytisins í París. Þar segir: „Bresk yfirvöld telja að hryðjuverkahættan sé mjög há í Bretlandi og hætta á áras sé mjög líkleg. Lagt er til að menn sýni einstaka aðgæslu í almennum samgöngutækjum og á vinsælustu ferðamannastöðum.“
Abdul Jabbar, sem er breskur ríkisborgari, grunaður um hryðjuverkatengsl var drepinn í árás mannlausrar flugvélar í norðvestur Pakistan 8. september. Í sjónvarpsþættinum BBC Newsnight var sagt, að hann hefði verið kynntur með forystumaður klofningshóps innan al-Kaída, sem hefði það hlutverk að undirbúa árásir í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi á borð við þá, sem gerð var í Mumbai 26. nóvember, 2008, og 166 manns týndu lífi.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.