Varnar- og utanríkismálaráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) hittust á sameiginlegum fundi í Brussel fimmtudaginn, 14. október. Þeir lögðu lokahönd á tillögur að nýrri grundvallarstefnu (Strategic Concept) NATO, sem ætlunin er að samþykkja á leiðtogafundi bandalagsins í Lissabon, 19. og 20. nóvember.
Fundurinn í Brussel snerist um fjögur megniatriði: endurskipulagningu NATO, grundvallarstefnuna, eldflaugavarnir og samskiptin við Rússland.
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, sagði á blaðamannafundi eftir ráðherrafundinn, að embættismenn NATO hefðu nú fengið skýrt umboð til að endurskipuleggja NATO og hvernig að breytingunum yrði staðið. Hann taldi líklegt, að á leiðtogafundinum yrði ákveðið að draga saman seglin í herstjórnum bandalagsins og fækka stofnunum þess.
Nýju grundvallastefnunni er ætlað að árétta, að meginhlutverk NATO sé að tryggja öryggi aðildarlandanna með sameiginlegum vörnum. Þá er einnig hvatt til þess, að aðilarríki NATO endurnýju herafla sinn og auki varnarsamstarf sín á milli. Varnir gegn tölvuhernaði gegn stoðkerfum samfélagsins er nýtt verkefni, sem blasir við NATO.
Í stefnunni verður einnig mótuð afstaða til aukins samstarfs við ríki utan NATO eins og Japan, Indland, Kína og Ástralíu. Auk þess með litið verður til tengslanna við Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins.
Á blaðamannafundinum sagði Fogh Rasmussen, að allt benti til þess, að á leiðtogafundinum í Lissabon næðist samkomulag um nauðsyn þess, að NATO réði yfir afli til að verja öll NATO-ríki í Evrópu gegn eldflaugaárás. Hann taldi, að bjóða ætti Rússum að eiga samvinnu við NATO, enda yrði hún öllum til góðs.
Á fundi ráðherranna var lögð áhersla á mikilvægi góðrar samvinnu við Rússa. Framkvæmdastjórinn lýsti þeirri von, að Rússar samþykktu að taka þátt í leiðtogafundi í samstarfsráði NATO og Rússlands í Lissabon. Samstarfið við Rússa yrði sífellt efnismeira, þegar litið væri til Afganistan, baráttu gegn hryðjuverkum og sjóránum.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sat ráðherrafundinn í Brussel. Hann hefur ekki tekið þátt í tveimur síðustu ráðherrafundum NATO.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur spurt utanríkisráðherra á alþingi, hver sæki leiðtogafundinn í Lissabon fyrir Íslands hönd. Þá hefur hún spurt um áherslur íslenskra stjórnvalda varðandi hina nýju grundvallarstefnu NATO. Utanríkisráðherra hefur ekki enn svarað þessum spurningum.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.