Miðvikudagurinn 3. mars 2021

Forseti Chile skrifaði bannorð í gestabók þýska forsetans


26. október 2010 klukkan 17:49

Sebastian Piňera, forseti Chile, vildi sýna Þjóðverjum sérstakan þakklætisvott, þegar hann var í Berlín á dögunum og skrifaði „Deutschland Über Alles“ ´í gestabók Christians Wulffs, Þýskalandsforseta. Var Piňera kominn alla leið frá Chile til að þakka Þjóðverjum stuðning við björgun námamannanna 33. Embættismenn þýska forsetans verða hins vegar að finna ráð til að afmá þakkarorð hans úr gestabókinni.

Sebastian Pinera

Chile-forseti hefur beðist afsökunar á mistökum sínum en orðin „Deutschland Über Alles“ eru bannorð í Þýskalandi, þar sem þau eru tengd valdatíma nasista í þjóðarvitundinni. Piňera sagði við þýska fjölmiðla mánudaginn 25. október, að hann hefði lært þessa setningu í skóla á sínum tíma og talið, að hún endurspeglaði gleði Þjóðverja á 19. öld yfir að sameinast í eitt ríki undir forystu Ottos von Bismarcks. Hann hefði ekki haft hugmynd um, að hún tengdist „svörtum kafla í sögur þjóðarinnar.“

Af hálfu þýska forsetaembættisins hefur verið gert lítið úr málinu. Í Spiegel Online er sagt frá því, að Piňera sé ekki hinn eini, sem hafi óvart gert þessi mistök. Það hafi meira að segja komið fyrir reynda Evrópumenn. Þegar Frakkar fréttu á síðasta ári, að Angela Merkel, Þýskalandskanslari, ætlaði fyrst þýskra þjóðarleiðtoga að taka þátt í hátíðarhöldum vegna sigur franska hersins í fyrri heimsstyrjöldinni, urðu þeir svo himinlifandi, að blaðafulltrúi franska forsetaembættisins tilkynnti, að kór franska hersins myndi syngja „Deutschland Über Alles“ við athöfnina, að því er sagt var frá í Frankfurter Allgemeine Zeitung.

Fyrir athöfnina áttuðu menn sig á mistökunum og kórinn lét nægja að syngja þriðja erindið, sem hefur verið notað við opinberar athafnir eftir síðari heimsstyrjöldina og hefst á orðum um sameiningu, réttlæti og frelsi þýsku ættjarðarinnar, sem ekki eiga að geta sært neinn.

Bild Zeitung mest selda blað Þýskalands tilnefndi Piňera tapara dagsins í föstum dálki á forsíðu sinni vegna mistaka hans en bætti við: „Honum er betur lagið að bjarga námumönnum.“

Líklegt er talið, að þýska forsetaembættið nái samkomulagi við sendiráð Chile um, að forseti landsins breyti færslu sinni í gestabók þýska forsetans.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS