Á fundi leiðtogaráðs ESB virtist að kvöldi fimmtudags 28. október hafa náðst samkomulag um, að breyta verði Lissabon-sáttmálanum en þó aðeins lítillega eða „fínstilla“ hann, eins og það er orðað, til að unnt verði að stofna varanlegan neyðarsjóð fyrir aðildarríkin og setja reglur um, hvernig ríki eigi að létta á skuldum sínum á „skipulegan hátt.“
Þegar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, kynntu 18. október tillögu um breytingu á Lissabon-sáttmálanum til að takast á við fjárlagahalla og ríkisfjármálavanda einstakra evru-ríkja, óttuðust margir leiðtogar annarra ríkja, að þau vildu ráðast í stórbreytingar á sáttmálanum. Á fundi leiðtoganna, sem hófst fimmtudaginn 28. október, er sagt, að skilningur og vilji sé að skapast til takmarkaðra breytinga eða „fínstillingar“ á Lissabon-sáttmálanum. Á þann megi koma í veg fyrir pólitísk átök á leiðtogafundinum og í einstökum aðildarríkjum að honum loknum.
Samkvæmt heimildum EUobserver í Brussel hafa allir leiðtogar á fundinum þar lýst „skilningi á afstöðu Þjóðverja“ og þeir séu að „þokast í átt til mjög lítilla breytinga á gildandi sáttmála.“
Herman Van Rompuy, forseta leiðtogaráðsins, verður falið að kanna, hvort unnt sé að samþykkja þessar litlu breytingar með einföldu fullgildingarferli, það er án þess að stofnað sé til ríkjaráðstefnu um sáttamálabreytingu, en hún krefst viðræðna milli ríkisstjórna, samráðs við ESB-þingið og aðildar framkvæmdastjórnar ESB. Óttast er, að yrði þessi leið farin, kynnu alls konar aðrar breytingatillögur að fæðast.
Þá á Van Rompuy einnig að kanna, hvort löglegt sé að „fínstilla“ sáttmálann, án þess að bera breytinguna undir þjóðþing einstakra landa. Óttast er, að slíkt ferli yrði langvinnt og gæti leitt til þess, að krafist yrði þjóðaratkvæðagreiðslu í einhverju aðildarlandanna, einkum Írlandi, þar sem stjórnarskráin krefst þjóðaratkvæðagreiðslu, ef um er að ræða valdaframsal frá Dyflinni til Brussel.
Herman Van Rompuy á að skila leiðtogaráðinu skýrslu um málið á fundi þess í desember.
Framkvæmdastjórn ESB hefur fengið það hlutverk að móta reglur um hinn fastmótaða neyðarsjóð og hvernig við skuli bregðast, ef hættuástand verður.
Í þýsk-frönsku tillögunni er að finna hugmynd um, að eyðslusömum ríkjum verði refsað með
að svipta þau atkvæðisrétti í ráðherraráðinu. Slík stórbreyting krefðist ríkjaráðstefnu,
umræðna í þjóðþingum og þjóðaratkvæðagreiðslu. Flest bendir til, að þessi hugmynd hafði verið ýtt út af borðinu, þótt Þjóðverjar hafi ekki fallið frá henni. Sagt er, að þeir haldi í hana til að styrkja samningsstöðu sína í því skyni að ná því fram, sem skiptir þá mestu máli, það er fastmótuðum reglum um neyðarsjóð til varnar því, að stjórnlagadómstóllinn í Karlsruhe telji Þjóðverjum óheimilt að leggja fé til að bjarga skuldugum ríkjum.
Heimild. EUobserver.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.