Laugardagurinn 16. febrúar 2019

Steingrímur J.:Upplýsinga­miðlun-Sigurður Kári: ESB tilsjónarmaður með Íslandi


18. nóvember 2010 klukkan 11:11

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra sagði á Alþingi nú fyrir skömmu, að efnahags- og viðskiptaráðuneytið mundi senda upplýsingar um efnahagsáætlanir íslenzku ríkisstjórnarinnar til Brussel fyrir lok janúar eins og komið hefur fram boð um af hálfu Evrópusambandsins. Sagði fjármálaráðherra, að um væri að ræða upplýsingamiðlun af sama tagi og veitt væri til OECD og í samskiptum EFTA-ríkja og ESB og ekkert sem hafa þyrfti áhyggjur af.

Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður beindi fyrirspurn til fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma um þetta efni vegna þess, sem fram kemur í Framvinduskýrslu Evrópusambandsins um Ísland, sem birt var fyrir skömmu. Þingmaðurinn sagði, að reglulega bærust ný tíðindi af aðlögunarferli Íslands að ESB og sum býsna óvænt. Nú væri ljóst að Ísland hefði verið fellt inn í eftirlitskerfi ESB og þar með væri ekki bara um að ræða aðlögunarferli heldur væri Evrópusambandið orðið eins konar tilsjónarmaður með fjármálum íslenzka ríkisins. Þetta væri gert án þess að nokkrir samningar lægju fyrir og án þess, að þingi og þjóð hefði verið skýrt frá því. Sigurður Kári spurði síðan hvort slík skýrsla yrði send til Brussel fyrir lok janúar.

Steingrímur J. Sigfússon, sagði að með þessu væri Ísland ekki að undirgangast eftirlit heldur væri um upplýsingamiðlun að ræða. Evrópusambandið vildi hafa upplýsingar í höndum um stöðu Íslands og mundi efnahags- og viðskiptaráðuneytið sjá um það.

Sigurður Kári sagði að það kæmi á óvart að mál þetta heyrði undir efnahags- og viðskiptaráðuneytið. Hann kvaðst skilja svör fjármálaráðherra þannig að skýrsla yrði send til Brussel og Ísland þar með fellt inn í efnahagseftirlit ESB.

Steingrímur J. Sigfússon kvaðst ekki sjá neitt varasamt við það að upplýsingum yrði komið á framfæri.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS