Vinstri-grænir tóku ekki fyrir það með ályktun á flokksráðsfundi sínum að tekið yrði á móti fé hér á landi til að stunda kynningarstarfsemi á vegum ESB. Ekki er því lokað á þessa styrki að mati Baldurs Þórhallssonar, prófessors við Háskóla Íslands og varaþingmanns Samfylkingarinnar, sem kynnti afstöðu sína til ályktunar flokksráðs VG í Spegli Rúv 22. nóvember.
Baldur taldi einsýnt að flokksforysta VG kæmi sem sigurvegari í ESB-málinu frá flokksráðsfundinum. Umræðurnar á fundinum bentu hins vegar til þess, að ágreiningur innan VG vegna ESB væri dýpri en svo, að hann næði aðeins til spurningarinnar um aðlögunarferlið. Sér virtist sem innan raða VG væri hópur manna hlynntur aðild að ESB. Þessi hópur léti lítið fyrir sér fara um þessar mundir en yrði vafalaust háværari, þegar niðurstaða aðildarviðræðnanna hefði verið kynnt. Þá fyrst yrði hart barist innan VG.
Þegar vikið var að þeirri hugmynd Ögmundar Jónassonar að samningaviðræðum við ESB yrði lokið á tveimur mánuðum og síðan gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu, sagði Baldur, að viðhorf Ögmundar sýndi „svo mikla vanþekkingu“ að hann vissi ekki, hvar ætti að byrja að svara henni. Það hefðu einmitt verið vinnubrögð af þessu tagi sem hefðu leitt til bankahrunsins hér á landi. Framganga Ögmundar veikti ríkisstjórnina innan lands og utan.
Í lok viðtalsins í Speglinum taldi Baldur það merkilegt hve „lítill ágreiningur“ væri um öryggis- og varnarmál innan ríkisstjórnarinnar. VG hefði látið Samfylkingunni eftir að móta stefnuna í varnar- og öryggismálum og gerði „ekki miklar athugasemdir“, þegar mótuð væri ný grunnstefna NATO og tekin ákvörðun um eldflaugavarnir.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.