Umboðsmaður danska þingsins hefur ákveðið að senda forsætisráðuneyti Danmerkur bréf til að afla upplýsinga um Rolex-úr sem metið er á 68.800 danskar krónur (1,4 milljónir ISK) og olíufursti í Qatar gaf Troels Lund Poulsen, skattamálaráðherra.
Umboðsmaðurinn ákvað að spyrjast fyrir um málið eftir að danska blaðið B.T. sagði laugardaginn 27. nóvember, að skattamálaráðherrann gengi með þetta dýra úr, sem hann fékk að gjöf á ferð sinni til Mið-Austurlanda í janúar 2010.
„Ég sný mér fyrst til forsætisráðuneytisins til að fræðast meira um málið eins og ég sneri mér þangað til kanna fataafsláttinn fyrir Sören Pind,“ sagði Hans Gammeltoft-Hansen, umboðsmaður, við B.T.
Fyrir skömmu var sagt frá því í B. T. að Sören Pind, þróunarmálaráðherra, hefði fengið að gjöf VIP-greiðslukort frá fatafyrirtækinu Sand sem veitti honum 30% afslátt af öllum fötum fyrirtækisins. Sand afhenti afsláttarkortið 60 manns, þjóðkunnu fólki, en hefur nú innkallað það.
Umboðsmaður þingsins á síðasta orð um gjafir til ráðherra. Hann segir þá verða að hlíta sömu reglum um gjafir og aðrir embættismenn, það er þær verða að litlar til dæmis vínflaska eða bók við sérstök tilefni.
„Ég vil leggja áherslu á að hið sama gildir um ráðherra og alla aðra starfsmenn hins opinbera. Um hendur þeirra fara að sjálfsögðu stundum dýrar gjafir vegna embættisstöðu þeirra. Í forsætisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu láta ráðherrar ráðuneytin um gjafirnar – skattamálaráðherrann tók hins vegar úrið heim með sér,“ segir umboðsmaðurinn.
Troels Lund Poulsen, skattamálaráðherra, segir í samtali við B.T. að hann hafi greitt virðisaukaskatt og toll af úrinu.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.