Ávöxtunarkrafa á skuldabréfum innan evru-svæðisins heldur áfram að hækka þrátt fyrir neyðaraðstoðina við Íra í því skyni að skapa ró á fjármálamörkuðum.
Ávöxtunarkrafa á hendur spænska ríkinu hækkaði úr 5,43% í 5,63% mánudaginn 29. nóvember, í Portúgal hækkaði krafan úr 7,03% í 7,07% á lánum til ríkisins. Krafan hækkaði einnig á Írlandi. Þá beinist athygli nú einnig að Ítalíu, þar sem krafan hækkaði úr 4,66% í 4,77% og lánakostnaður belgíska ríkisins jókst einnig.
Í breska blaðinu The Independent er haft eftir bandaríska hagfræðingnum Nouriel Roubini: „Hvort sem mönnum líkar það eða ekki, þá er Portúgal að komast á hættustig. Ef til vill væri gott að verjast með því að biðja um neyðaraðstoð.“
Charles Dumas, frá Lombard Street Research, segir í The Daily Telegraph: „Björgunarsjóður ESB ræður ekki við Spán, hvað þá heldur Ítalíu.“
Í The International Herald Tribune er vísað til viðbragða hjá Olli Rehn, efnahagsmálastjóra ESB, eftir að hagvaxtarspár birtust 29. nóvember og sagt að hann hafi viðurkennt að tvískipt evru-svæði væri ekki útilokað. „Það verður að viðurkenna að það er viss tvíhyggja í Evrópu,“ sagði hann.
Í The Times í London er sagt frá því að Grikkir hefðu samið um sex ár til viðbótar vegna endurgreiðslu á 110 milljarða evru láninu sem þeir fengu sl. vor en með því skilyrði að vextir af láninu yrðu hinir sömu og Írar verða að greiða af sínu neyðarláni, það er 5,8%. Upphaflega lánið til Grikkja bar 5,2% vexti.
Heimild: Open Europe
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.