Hvers vegna kemur Finnland svona vel út úr Pisa-könnunum, sem OECD stendur fyrir til þess að kanna læsi og þekkingu í stærðfræði 15 ára unglinga um víða veröld? Finnland er í öðru sæti í alþjóðlegum samanburði, sem hefur leitt til þess að í skýrslu OECD er sérstakur kafli um Finnland, þar sem leitazt er við að draga fram skýringar á sterkri stöðu Finna. Kennarar og annað skólafólk úr öllum heiminum ferðast til Finnlands til þess að kynna sér stöðu mála þar. Um þetta er fjallað á vefmiðlinum euobserver.
Í skýrslu OECD kemur fram, að árangur Finna er afleiðing af markvissu starfi á þessu sviði í fjóra áratugi. Grundvallaratriði er jafnræði í skólakerfinu. Öllum sveitarfélögum er skylt að sjá fyrir leikskólum fyrir börn. Öll börn eiga rétt á ókeypis skólagöngu frá sex ára aldri. Ríkisskólar velja ekki úr. Öllum börnum er tryggður aðgangur að skóla ekki fjarri heimili sínu. Kostnaður heimila við skólagöngu barna er nánast enginn. Þetta á við um námsgögn, mat í skóla, heilsugæzlu, sérkennslu og ferðakostnað í skóla í dreifðari byggðum. Öll börn þar á meðal börn með sérþarfir fá sömu grundvallarmenntun. Skólarnir hafa náð góðum árangri í því að fást við vandamál nemenda, sem hætt er við að hætti námi eða eiga við félagsleg vandamál að stríða. Allir skólar eru með sálfræðinga í sinni þjónustu. Þjóðfélagsstaða hefur ekki áhrif á árangur nemenda í skóla gagnstætt því sem er í ýmsum nálægum löndum.
Skólakerfið hefur náð góðum árangri í því að ýta undir nemendur, sem standa höllum fæti í námi, sem virðist jafnframt hafa ýtt undir árangur betri nemenda. Sá aldursflokkur, sem könnunin nær til fylgist vel með þjóðfélagsmálum. Um 85% þeirra lesa dagblöð nokkrum sinnum í hverjum mánuði.
Kennarar njóta mikillar virðingar í Finnlandi. Miklar menntunarkröfur eru gerðar til þeirra og kennsla í grunnskólum er eftirsótt starf í Finnlandi. Almenningur treystir kennurum, þeir treysta nemendum og þeir búa við mikið sjálfstæði í starfi.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.