Serbar ætla að fara að ósk Kínverja og láta hjá líða að senda fulltrúa á Nóbelshátíðina föstudaginn 10. desember í Ósló, þegar Liu Xiaobo, andófsmanni í Kína, verða afhent friðarverðlaunin.
Vuk Jeremic, utanríkisráðherra Serbíu, segir að Kínverjar hefðu reynst „vinir í raun“. Hann bætti við að ákvörðunin hafi „alls ekki verið auðveld og ekki legið beint við“.
Framkvæmdastjórn ESB harmar afstöðu ríkisstjórnar Serbíu og hvetur hana til „sýna gildum ESB fulla virðingu“. Serbar hafa óskað eftir að komast í umsóknarröðina gagnvart ESB.
Kínversk stjórnvöld hafa fordæmt ákvörðun Nóbelnefndarinnar um að veita Liu, 54 ára, verðlauninn en hann gegndi lykilhlutverki við mótmælaaðgerðirnar á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Nóbelnefndin heiðrar Liu fyrir „langa ofbeldislausa baráttu“.
Serbar eru meðal 18 þjóða sem hafa slegist í lið með Kínverjum og ákveðið að sniðganga hátíðina í Ósló. Rússar, eindregnir bandamenn Serba, eru einnig í þessum hópi.
Jeremic, utanríkisráðherra, sagði við serbnesku sjónvarpsstöðina B92, að ákvörðunin skildi „kannski eftir besta bragðið í munninum, en við urðum taka mið af tengslum okkar við lykilríki í heiminum. Kína hefur reynst Serbíu vinur í raun og hefur boðið okkur skilyrðislausan stuðning á erfiðum tímum, og það hefur skipt miklu.“
Wei Jinghua, sendiherra Kína í Belgrad, segir að ráðamenn í Peking kunni „mjög vel að meta“ ákvörðun ríkisstjórnar Serbíu. Í serbnesku sjónvarpsstöðinni sagði hann: „Serbar vita að það hefur ekkert með frið að gera að veita kínverskum andófsmanni friðarverðlaun Nóbels.“
Viðskiptatengsl Serbíu og Kína eru mikil. Kínverjar taka meðal annars þátt í mannvirkjagerð í Serbíu, þar á meðal smíði orkuveitna. Í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa Kínverjar einnig stutt afstöðu Serba til Kósóvó, en þeir neita að viðurkenna sjálfstæði héraðsins. Sendiráð Kína í Belgrad varð fyrir loftárás í hernaðaraðgerðum NATO árið 1999 – Bandaríkjamenn báðust síðar afsökunar á árásinni, sögðu hana hafa verið mistök.
Árið 2008 fékk Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti Finnlands, friðarverðlaun Nóbels, en hann var sérlegur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Kósóvó. Serbar fögnuðu því ekki sérstaklega og nú minnir Jeremic, utanríkisráðherra, á að verðlaunin hafi runnið til „Martti Ahtisaari, sem ... á margt betra skilið en friðarverðlaun heimsins.“
Heimild: BBC
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.