Fimmtudagurinn 30. júní 2022

Samningur um Icesave losar Íslendinga ekki undan ESA

Nýr óvinveittur norskur dómari á leið í EFTA-dómstólinn


9. desember 2010 klukkan 16:16
Per Sanderud

„Við höfum ekki veitt [Íslendingum] frekari frest,“ segir Per Sanderud, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), í viðtali við norsku vefsíðuna ABC Nyheder 9. desember. „Þeir hafa verið í sambandi við okkur og upplýst okkur um stöðu mála. Við vitum allir að unnið er að því að leita samkomulags. Við mundum fagna slíkri lausn.“

ABC-vefsíðan segist hafa heimildir því meðal stjórnarerindreka að samningur um Icesave leiði ekki sjálfkrafa til þess að ESA láti hjá líða að beita sér gegn Íslendingum vegna málsins. Spyr blaðamaður síðunnar Sanderud hvort Íslendingar kunni að brjóta EES-reglur, þótt þeir nái samkomulagi um málið. Hann svarar:

„Greiði Íslendingar það fé til baka sem tapast hefur í Hollandi og Bretlandi, er höfuðmarkmiði okkar náð. Hins vegar kunna fleiri þættir að koma til álita.“

Þá er Sanderud spurður hvort ESA geti látið Íslendinga sleppa og það þurfi ekki að athuga málið frekar, ef þeir semja. Hann svarar:

„Nei. Ég veit ekki hvort eitthvað stendur eftir sem við þurfum að athuga. Það get ég ekki útilokað. Svari Íslendingar ekki á viðunandi hátt þá er venjulegt næsta skref hjá okkur að senda ítarlega athugasemd sem síðustu viðvörun áður en við getum vísað málinu til EFTA-dómstólsins.“

ABC segir að lendi Icesave-málið í EFTA-dómstólnum geti málið orðið erfitt fyrir Íslendinga, því að hinn 11. janúar 2011 setjist þar nýr norskur dómari sem hafi tekið eindregna afstöðu gegn íslenska ríkinu í Icesave-deilunni. Þar sé á ferðinni Per Christiansen, prófessor frá háskólanum í Trosmö, sem komi í stað Henriks Bulls. Christiansen skrifaði grein um Icesave-málið í norska blaðið Aftenposten 12. janúar 2010, þar sem hann sagði, að telji menn að íslenska ríkið eigi ekki að bera tapið vegna Icesave verði þeir að svara því, hver eigi að bera það.

ABC Nyheter spurði Per Christiansen hvort hann teldi sig hæfan til að dæma í Icesave-máli kæmi það fyrir EFTA-dómstólinn. Hann vildi ekki svara.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS