Telja lyktir á viðræðum við Króata „innan seilingar“
Utanríkisráðherrar ESB-ríkjanna ræddu stækkun Evrópusambandsins á fundum sínum í Brussel 13. og 14. desember. Að því er Ísland varðar sögðu ráðherrarnir að hæfni landsins til að laga sig að kröfum ESB „sé góð eins og áður“, en ekkert er gefið til kynna um lyktir viðræðna við Íslendinga.
Ráðherrar sem hafa áhuga á aðild Tyrklands að ESB áréttuðu óskir sínar um að viðræðum við fulltrúa Tyrkja yrði haldið áfram en í forsetatíð Belga innan ESB, sem lýkur nú um áramótin, hefur ekki hafist ný lota í rýnivinnu með Tyrkjum. Þeir voru samþykktir sem umsóknarþjóð árið 2005.
Um síðustu helgi birtu utanríkisráðherrar fjögurra ESB-landa: Bretlands, Finnlands, Ítalíu og Svíþjóðar opið bréf í blaðinu The International Herald Tribune, þar sem þeir vöruðu við því, ef ESB ætlaði að snúa baki við Tyrkjum. Hvöttu þeir til þess að innan ESB sneru menn sér að því að breyta sambandinu úr klúbbi ríkja í vesturhluta álfunnar í sannkallað samband allra Evrópuríkja.
Í niðurstöðum ráðherrafundarins sem birtar voru 14. desember segir, að aðlögunarviðræðurnar við Tyrki séu komnar á „kröfuharðara stig“, þar sem ekki hafi verið tekið til við að rýna í nýjan kafla síðustu sex mánuði. Viðræðurnar ganga mjög hægt því að Tyrkir hófu formlegar viðræður við fulltrúa ESB í október 2005, nú hefur verið farið í gegnum 13 kafla af 35. Steven Vanackere, utanríkisráðherra Belga, sagði ekki hafa verið unnt að opna nýjan kafla í forsetatíð Belga af tæknilegum ástæðum af hálfu Tyrkja.
Í ályktun fundarins er ýtt undir vonir Balkanþjóða um að umsóknarferli þeirra fari af stað. Sagt er að lyktir viðræðna við Króata séu „innan seilingar“. Svartfjallaland verður að líkindum samþykkt sem umsóknarríki á fundi leiðtogaráðs ESB 16. og 17. desember.
Enn miðar ekkert varðandi Makedóníu, þar sem Grikkir mótmæla enn sem fyrr nafni landsins. Ráðherrarnir gáfu þó í skyn að viðræður við fulltrúa landsins kynnu að hefjast á fyrri hluta næsta árs.
Albanía og Serbía komast einnig í hóp umsóknarríkja, þegar þau fullnægja kröfum framkvæmdastjórnar ESB að því er varðar dóms- og réttarkerfi. Þá verða Serbar að eiga „fullt samstarf“ við Alþjóðasakadómstólinn vegna fyrrverandi Júgóslavíu.
Bosnía nýtur „óskoraðs“ stuðnings varðandi tengsl við ESB, en ekkert er gefið til kynna hvenær alþjóðlegu eftirliti verður hætt í landinu. Frá og með 15. desember gera íbúar Albaníu og Bosníu ferðast inn í ESB án vegabréfsáritunar.
Stjórnvöldum í Kósóvó er hrósað fyrir að hafa efnt til „rólegra“ og „skipulegra“ kosninga en í niðurstöðum ráðherranna segir að í landinu glími menn við alvarlegan vanda vegna skipulagðrar glæpastarfsemi, spillingar og peningaþvættis. Vikið er að þessum atriðum í skýrslu Evrópuráðsins í Strassborg sem lekið var þriðjudaginn 14. desember en þar er Hashim Taki, forsætisráðherra Kósóvó, sakaður um forystu í ofbeldisfullum glæpahring sem stundi sölu á heróíni og líffærum.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.