Utanríkisráðherrar ESB-ríkjanna ályktuðu á þann veg á fundi sínum í Brussel 14. desember, að ekki yrði haldið lengra á braut tvíhliða samninga í samskiptum Sviss og ESB. Ekki væri unnt að tryggja nægilegt samræmi með hinum 120 samningum, sem hafa verið gerðir.
Ráðherrarnir vilja að gerður verið einn rammasamningur við Sviss og fyrr á árinu hreyfði framkvæmdastjórn ESB því að Sviss yrði aðili að evrópska efnahagssvæðinu. Í september sl. áréttaði svissneska ríkisstjórnin að hún vildi óbreytta skipan á samskiptum Sviss og ESB.
Í ályktun sinni segjast ráðherrarnir bera fulla virðingu fyrir fullveldi Sviss en þeir hafi engu að síður komist að þeirri niðurstöðu, að ekki verði unnt að halda áfram á braut tvíhliða samninga til frambúðar, þótt þeir hafi skilað góðum árangri til þessa. Núverandi skipan skapi lagalega óvissu, erfitt sé að framkvæma mál innan núverandi kerfis sem hafi greinilega runnið sitt skeið.
Ráðherrarnir gefa til kynna að í reynd njóti svissnesk fyrirtæki heima fyrir en erlend, þar sem reglunum um hinn sameiginlega markað sé ekki hrundið í framkvæmd með jafnræði að leiðarljósi. Þeir segjast hafa verulegar áhyggjur af svissneskum kantónu-skatti sem þeir segja að jafngildi opinberri aðstoð við innlend fyrirtæki og hvetji erlend fyrirtæki að opna starfsstöð í Sviss frekar en annars staðar. Þeir vilja að reglur um slíka mismunun séu afnumdar.
Þá telja ráðherrarnir að Svisslendingar innileiði ekki reglur um frjálsa för flokks á þann veg sem þeim ber.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.