Ambrose Evans-Pritchard, viðskiptaritstjóri Daily Telegraph, segir í blaði sínu í dag, að Þjóðverjar verði að fallast á eins konar skuldabandalag evruþjóða, sem fjármagnað verði með sameiginlegra skuldabréfaútgáfu auk annarra aðgerða. Hinn kosturinn sé sá að þeir yfirgefi evrusvæðið eða samþykki 30% gengisfellingu evrunnar með því að skipta evrusvæðinu í tvennt.
Evans-Pritchard segir að ekki megi gleyma því að Seðlabanki Evrópi beri ábyrgð á vandamálum Spánverja og Íra með því að skapa aðstæður, sem leiddu til þess að raunvextir urðu mínus 1% og jafnvel mínus 2%, sem hafi leitt til stjórnlausrar eignabólu í báðum löndum. Þetta hafi gerzt í Þýzkalandi á þriðja áratugnum, þegar gullfóturinn hafi haft sömu áhrif þar og bandarískir bankar fjármagnað bóluna. Sú þróun hafi leitt til þess að lýðræði þurrkaðist út í Þýzkalandi.
Sú stefna Evrópusambandsins að pína skuldsett aðildarríki til þess að lokast enn frekar inn í skuldagildurinni sé til skammar.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.