Miðvikudagurinn 27. janúar 2021

Martin Wolf: Þýzkaland ræður en hvernig nota þeir valdið?

Einkageirinn er Akkilesarhællinn- ekki ríkisfjármálin


22. desember 2010 klukkan 07:03

„Þýzkaland ræður. Það ræður vegferð evrusvæðisins og jafnvel, hvort evran lifir. Þýzkaland er lykilveldi í Evrópu, landfræðilega, pólitískt og efnahagslega. Og þetta veit Frakkland. Spurningin er hvernig Þýzkaland notar þetta vald.“

Þannig hefst grein eftir Martin Wolf, eins helzta sérfræðings Financial Times um efnahagsmál í blaði hans í dag. Greinin birtist á FT.com í gærkvöldi.

Höfundur vitnar í þýzkan starfsbróður sinn Wolfgang Munchau, sem telji að markmið þýzku ríkisstjórnarinnar sé annars vegar að gera nógu mikið til að halda evrunni á floti en hins vegar að það kosti þýzka skattgreiðendur sem minnst. Þessi markmið séu hins vegar umdeild í Þýzkalandi. Forystumenn jafnaðarmanna þar í landi vilji fara mildari leið en Angela Merkel hafni því. Hún vilji harðan fjárhagslegan aga, takmarkaða fjármögnun með háum vöxtum fyrir þær þjóðir, sem á því þurfi að halda, sem knýi þær til harðra aðhaldsaðgerða.

Martin Wolf segir að grundvallaratriði til að skilja vanda evruríkjanna sé að átta sig á, að hann snúist ekki um ríkisfjármál nema í tilviki Grikklands. Það sé einkageirinn sem sé Akkilesarhællinn. Þetta sé staðfest í nýrri skýrslu frá OECD. Staða ríkisfjármála á Írlandi og á Spáni hafi verið sterk. Það hafi verið einkageirinn, sem hafi misst tökin á sjálfum sér í lántökum, þótt ríkisfjármál hafi farið úr böndum þegar fjármálakreppan skall á. Verkefnið sé tvíþætt, að fást við aðkallandi vanda og marka langtímastefnu. Hvort sameiginleg stefna í ríkisfjármálum sé nauðsynleg til lengri tíma sé umdeilt.

Höfundur segir, að það evrusvæði, sem Þjóðverjar stefni að verði mjög óþægilegt fyrir marga meðlimi þess. Þjóðverjar verði hins vegar að veita forystu. Mistakist þeim kunni þeir að missa evruna úr höndum sér.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS