Föstudagurinn 15. janúar 2021

Ný fjölmiðlalög Ungverja fara fyrir brjóstið á ESB-þingmönnum


22. desember 2010 klukkan 11:27

Ungverjar taka við forsæti innan Evrópusambandsins af Belgum 1. janúar 2011. Forystumenn í hópi ESB-þingmanna hafa látið í ljós efasemdir um að ný fjölmiðlalög í landinu standist kröfur um tjáningarfrelsi.

Til mótmæla kom í Búdapest þegar ungverska þingið samþykkti nýju fjölmiðlalögin.

Ungverska þingið samþykkti mánudaginn 20. desember lög um fjölmiðlaráð sem skal fylgjast með fjölmiðlum og fréttaskrifum í landinu og hefur heimild til að leggja umtalsverðar sektir á einkarekna fjölmiðla sem brjóta reglur um miðlun stjórnmálafrétta

Martin Schulz, forystumaður sósíalista á ESB-þinginu, sagði að innan þingsins myndu menn leggja evrópskan kvarða um frelsi fjölmiðla á hina nýju ungversku löggjöf. Í samtali við þýska blaðið Frankfurter Rundschau sagði hann að það kynni að valda „miklum vandræðum“ ef ungversku lögin stæðust ekki þetta próf.

Ungverska ríkisstjórnin segir að löngu sé tímabært að setja lög af þessu tagi. Þau séu nauðsynleg vegna nýrrar tækni og nýrra efnistaka við miðlun frétta. Stjórnin segir að lögin séu sambærileg við það sem tíðkist í öðrum ESB-löndum.

Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar, hvatti framkvæmdastjórn ESB til að grípa til skjótra aðgerða gegn lögunum. „Markmið laganna er greinilega andstætt efni og orðalagi ESB-sáttmálanna,“ sagði Asselborn við Reuters-fréttastofuna. „Lögin eru bein ógn við lýðræðið. Ríkið ætlar að stjórna skoðanamyndun.“

Samkvæmt lögunum á að koma á fót fimm manna fjölmiðlaráði til að hafa eftirlit með opinberum og einkareknum fjölmiðlum. Ráðið sem að meirihluta verður skipað flokksmönnum forsætisráðherrans, hins hægrisinnaða Viktors Orbans, getur lagt þungar sektir á framleiðendur efnis í útvarpi, sjónvarpi, á netinu og í blöðum sé efnið ekki talið „ í pólitísku jafnvægi“.

Lögin taka gildi 1. janúar 2011, sama dag og Ungverjar taka við forsæti í ráðherraráði ESB næstu sex mánuði.

Heimild: Deutsche Welle

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS