eftir Alex Singleton
Alex Singleton, einn af leiðarahöfundum The Daily Telegraph og dálkahöfundum The Sunday Telegraph, heldur úti vefsíðu. Hann skrifaði þennan pistil um makríl-deiluna á síðuna 22. desember.
Richard Benyon [sjávarútvegsráðherra Breta] gaf eina verst ígrunduðu yfirlýsingu ráðherra síðan samsteypustjórnin settist að völdum þegar hann réðst á íslensku ríkisstjórnina fyrir þann glæp að ímynda sér að hún ætti fiskinn innan lögsögu sinnar. Hann sagði að Bretar væru að „kanna til hvaða aðgerða ætti að grípa“ til að „koma vitinu“ fyrir Íslendinga og fá þá til að minnka veiðikvóta sinn.
Hvers vegna gerir hann þetta? Jú, Benyon er reiður yfir því hve breskir fiskstofnar standa illa – og hann hefur ákveðið að skella skuldinni á Íslendinga en makrílkvóti þeirra var aukinn eftir að magn fisksins í íslenskri lögsögu jókst til mikilla muna. Við skulum hins vegar átta okkur á því að allar skynsamar ríkisstjórnar stækka kvótann þegar fiskgengd eykst.
Afstaða ríkisstjórnar okkar er jafn kaldhæðnisleg og hún er fráleit, og komið hefur í ljós að ríkisstjórnin hefur unnið að því í Brussel að knýja framkvæmdastjórn ESB til að grípa til refsiaðgerða gegn eyjunni í Norður-Atlantshafi. Þetta er fráleitt. Íslendingar eiga skilið að við hjálpum þeim í stað þess að hefja við þá viðskiptastríð. Ekki má gleyma því að þeir urðu illa úti í fjármálakreppunni og ef þeir eru svo heppnir að risastórir fiskstofnar sækja inn í lögsögu þeirra eigum við ekki að öfunda þá vegna þess.
Þegar litið er á stöðu eigin fiskstofna okkar er þeim ógnað af okkar eigin stjórnmálamönnum, sem halda áfram að styðja ESB-aðild og þar af leiðandi einnig sameiginlega fiskveiðistefnu sambandsins. Í skjóli þessarar stefnu hafa ábyrgðarlausar ESB-þjóðir, sem hafa eyðilagt eigin fiskstofna, getað komið og sótt í okkar stofna, sem – áður en Ted Heath skráði okkur inn í tilgangslausa pólitíska blokk – mynduðu 80% af fiskstofnum ESB.
Allir utan breska þingsins eru þeirrar skoðunar að hin sameiginlega fiskveiðistefna ESB sé umhverfisslys, þess vegna ætti ríkisstjórnin að beita sér fyrir löggjöf sem losar fiskstofna okkar undan stjórn ESB í stað þess að reyna að ófrægja örlitla, friðsamlega þjóð fyrir norðan okkur.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.