Sunnudagurinn 28. febrúar 2021

Spá hag­fræðinga: Grikkland verður óhjákvæmilega gjaldþrota


17. janúar 2011 klukkan 17:56
Gerard McGovern
Gríska þinghúsið í Aþenu

Evru-ríkin neyðast til að heimila Grikkjum að stöðva afborganir af þeim lánum sem þeir hafa fengið. Þetta er mat hóps virtra hagfræðinga sem kynnt verður fjármálaráðherrum evru-ríkjanna þegar þeir koma saman að kvöldi 17. janúar til að ræða framtíð kreppuríkjanna innan ESB.

Innan Goldman Sachs, Barclays-fjármálaþjónustunnar og í vikublaðinu The Economist hafa menn komist að þeirri niðurstöðu að óhjákvæmilegt sé að Grikkland verði gjaldþrota.

Erik Nielsen, aðalhagfræðingur hjá Goldman Sachs í London sem áður var hjá Alþjóðabankanum, segir við Bloomberg-fréttaþjónustuna, að menn eigi að hafa hliðsjón af svonefndum Brady-áætlunum frá níunda áratugnum. Gripið var til þeirra þegar nokkur þróunarríki gátu ekki lengur staðið í skilum.

Þá fengu fjárfestar sem höfðu veitt lán til ríkja eins og Ekvador og Kosta Ríka að breyta kröfum sínum í ný ríkisskuldabréf sem annað hvort báru lægri vexti eða hagstæðari skilmála gegn ábyrgðaryfirlýsingu um að greitt yrði samkvæmt hinum nýju bréfum.

Í leiðara í nýjasta tölublaði af The Economist segir að leyfa eigi Grikklandi að verða gjaldþrota og menn eigi að velta því fyrir sér hvort Írland og Portúgal eigi ekki einnig að sigla sinn sjó.

Samkvæmt núverandi spám munu ríkisskuldir Grikkja halda áfram að vaxa til ársins 2015 þrátt fyrir niðurskurð og verða 165% af landsframleiðslu. Fram til þess tíma verða vaxtagreiðslur af opinberum lánum um milli 8 og 9% af landsframleiðslu.

Portúgalir og Spánverjar seldu ríkisskuldabréf í síðustu viku. Viðskiptin litu vel út á pappírnum en meðal annars Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði Paul Krugman sagði að vextir á bréfunum væru svo háir að hætta væri á að þeir leiddu til ríkisgjaldþrota í löndunum.

Heimild: JyllandsPosten

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS