Mandelson lávarður (Peter Mandelson), fyrrverandi ráðherra í Bretlandi og framkvæmdarstjórnarmaður ESB, verður líklega ráðinn ráðgjafi hjá Lazard-fjárfestingarbankanum á næstunni.
Þess er getið í breskum fjölmiðlum 19. janúar að ekki sé vitað um launakjör hans hjá Lazard en hitt sé ljóst að hann sé ekki á flæðiskeri staddur, því að um þessar mundir séu árstekjur hans meiri en 205.000 pund, 38 milljónir ísl. kr. Þær séu nú orðnar svo háar að hann eigi ekki lengur rétt á hagstæðum biðlaunum fyrrverandi framkvæmdastjórnarmanns ESB.
Þótt Mandelson hafi horfið frá störfum í framkvæmdastjórn ESB fyrir rúmum tveimur árum fékk hann þar til nú 103.465 pund á ári, 19 m.ísl.kr., 8.622 pund á mánuð, 1,6 m. ísl.kr. í biðlaun frá ESB. Þessar greiðslur falla nú niður. Almennt eru biðlaun greidd í þrjú ár til fyrrverandi framkvæmdarstjórnarmanna ESB.
Af biðlaunum frá ESB er aðeins greiddur 26% skattur og lögðust þau ofan á ráðherralaun Mandelsons þegar hann settist í bresku ríkisstjórnina en fyrir ráðherrastarfið fékk 108. 253 pund á ári, rúmar 20 m. ísl. kr.. Varð hann því einn hæstlaunaði stjórnmálamaður Bretlands.
Eftir að Mandelson lét af ráðherraembætti fékk hann biðlaun breskra ráðherra í þrjá mánuði, alls 27.000 pund um fimm milljónir ísl. kr..
Þótt Mandelson hafi verið innan við fjögur ár í Brussel fær hann árleg vísitölutryggð eftirlaun sem nema 31.000 pundi á ári, tæpum sex milljónum ísl. króna, þegar hann verður 65 ára, hann er nú 57 ára.
Heimild: Thisismoney.co.uk.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.