Föstudagurinn 23. apríl 2021

Steingrímur J. vill Jón Bjarna. úr ríkis­stjórn með sameiningu ráðuneyta


21. janúar 2011 klukkan 22:44

Embættismenn hlutu hörð viðbrögð hagsmunaaðila við ákvörðun forystumanna stjórnarflokkanna um nýtt atvinnuvegaráðuneyti og stóreflingu umhverfisráðuneytis á kynningarfundi 21. janúar. Heimildarmenn Evrópuvaktarinnar telja að Steingrímur J. Sigfússon sé sérstakur áhugamaður um þessar breytingar á ríkisstjórninni til að styrkja hlut eigin arms innan vinstri-grænna með því að bola Jóni Bjarnasyni úr ríkisstjórninni. Þá geri Steingrímur J. sér grein fyrir því að ríkisstjórnin lifi ekki nema látið sé undan ESB-kröfum utanríkisráðherra og Samfylkingarinnar.

Ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu.

Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, stjórnaði fundinum föstudaginn 21. janúar í Ráðherrabústaðnum þar sem hún ásamt Magnúsi Jóhannessyni, ráðuneytisstjóra umhverfisráðuneytisins, og Kristjáni Skarphéðinssyni ráðuneytisstjóra iðnaðarráðuneytisins, kynnti hugmyndir um stofnun tveggja nýrra ráðuneyta: umhverfis- og auðlindaráðuneytis og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur neitað að ráðuneytisstjóri sinn taki þátt í þessari uppstokkun á stjórnarráðinu. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis sat fundinn. Hann mótmælti harðlega hvernig hefði verið staðið að undirbúningi hans.

Rök ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins fyrir þeirri uppstokkun ráðuneyta að fella saman sjávarútveg, landbúnað og iðnað í einu ráðuneyti og skilja auðlindanýtingu og áætlanagerð um hana frá atvinnuvegaráðuneytinu og fella undir umhverfisráðuneyti voru helst þau að vel hefði gefist fjárhagslega að stofna innanríkisráðuneyti og velferðarráðuneyti sem tóku til starfa fyrir 20 dögum, fjárhagslegur og faglegur ávinningur hefði reynst meiri en við hefði verið búist.

Fundinn sátu fulltrúar frá Samtökum atvinnulífsins, Samtökum iðnaðarins, Samorku. Samtökum rafverktaka, Samtökum fiskvinnslustöðva, Samtökum verslunar og þjónustu, Bændasamtökum Íslands, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Samtökum ferðaþjónustunnar og Samtökum sprota og nýsköpunarfyrirtækja.

Fyrir fulltrúa þessara samtaka var lagt að bregðast við þeirri kynningu sem flutt var á fundinum. Ákvörðun hefði verið tekin um breytinguna, um hana ætti ekki að ræða heldur framkvæmdina. Fundarmenn fóru ekki að þessum óskum ráðuneytisstjóranna heldur gagnrýndu ákvörðunina sjálfa og töldu hana efnislega ranga. Helst voru það fulltrúar sprotafyrirtækja, verslunar og þjónustu og rafverktaka sem töldu hina nýju skipan á stjórnarráðinu til bóta um leið um leið og þeir hnýttu í fyrirferð landbúnaðar og sjávarútvegs. Af hálfu ferðaþjónustunnar var öðrum þræði mælt með breytingunni en á hinn bóginn bent á að þessi atvinnugrein yxi svo hratt að hún verðskuldaði sérstakt ráðuneyti.

Eins og áður hefur verið skýrt frá hér á síðunni hittust embættismenn sunnudaginn 11. febrúar í forsætisráðuneytinu til að semja áætlun um þessa uppstokkun á ráðuneytum. Knúið er á um hana af h Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, því að Jón Bjarnason stendur gegn stefnumörkun utanríkisráðuneytisins í aðlögunarviðræðunum við ESB. Össur telur að hann komist ekki inn í viðræður við ESB um landbúnaðarmál nema lýst sé vilja til að laga sig að kröfum sambandsins um breytingar á stjórnkerfi á sviði landbúnaðar, sem hvorki Bændasamtök Íslands né Jón Bjarnason hafa samþykkt.

Embættismennirnir vita um þennan þunga úr utanríkisráðuneytinu og jafnframt pólitískan stuðning Steingríms J. Sigfússonar við breytingarnar. Hann vill að Svandís Svavarsdóttir verði atvinnuvegaráðherra til að styrkja enn frekar eigin stöðu og arms meðal vinstri-grænna. Með fyrirheit þingmanna vinstri-grænna um að verja ríkisstjórnina falli og úrsögn andstæðinga sinna úr félögum vinstri-grænna telur Steingrímur J. að hann hafi styrk til að ýta Jóni Bjarnasyni úr ríkisstjórninni.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS