Sunnudagurinn 24. janúar 2021

Skipherra Gorch Fock rekinn vegna slyss og óstjórnar


23. janúar 2011 klukkan 12:46

Karl-Theodor Guttenberg, varnarmálaráðherra Þýskalands, rak föstudaginnn 21. janúar skipherra skólaskips þýska flotans, Gorch Fock, vegna dauðaslyss um borð í skipinu og ásakana um einelti í garð sjóliðsforingjaefni.

Gorch Fock - skipið hefur oft komið til Íslands.

Í nóvember féll 25 ára gömul stúlka úr hópi sjóliðsforingjaefna af siglurá niður á þilfar og beið bana. Síðar bárust fréttir um uppreisn meðal annarra foringjaefna um borð, sem sögðu að yfirmenn þeirra beittu þá ofríki. Þá voru nefnd dæmi um kynferðislega áreitni.

Guttenberg gaf fyrirmæli um að skipinu, sem nú er undan suðurströnd Argentínu, yrði snúið til Þýskalands og því yrði lagt á meðan kærur á hendur yfirmönnum yrðu rannsakaðar.

Varnarmálaráðherrann hefur sætt harðri gagnrýn undanfarið vegna ámælisverðra atvika innan hersins. Varð Angela Merkel, kanslari Þýskalands, að taka upp hanskann fyrir hann í síðustu viku.

Gorch Fock er þrímastrað seglskip frá 1958, þetta er sjötta banaslysið um borð í skipinu. Skipið lét úr höfn frá Kiel 20. ágúst 2010 með 229 manna áhöfn. Siglt var til Suður-Ameríku til æfinga og átti úthaldið að verða hið lengsta í sögu skipsins fram til júní 2011.

Skólaskipið hefur oft komið til Íslands en árið 1962 var það í fyrsta sinn í Reykjavikurhöfn. Það hefur einnig heimsótt Hafnarfjörð, Ísafjörð og Akureyri.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS