„Og öll vitum við að það er forysta jafnaðarmanna í ríkisstjórn sem ein getur tryggt að þjóðin fái að greiða atkvæði um aðild að Evrópusambandinu,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar laugardaginn 29. janúar 2011 um 18. mánuðum eftir að ríkisstjórn hennar sótti um aðild að Evrópusambandinu.
Að forsætisráðherra skuli ekki hafa meira til þess máls að leggja sem var höfuðbaráttumál Samfylkingarinnar við myndun stjórnar hennar 10 maí 2009, segir þá sögu um aðildarviðræðurnar að ESB, að ekki búi mikill pólitískur kraftur á bakvið þær.
Sama dag og forsætisráðherra flutti ræðu sína birtist viðtal við Jean-Claude Piris, fyrrverandi yfirmann lagasviðs ráðherraráðs ESB, í Fréttablaðinu þar sem hann minnti viðmælanda sinn, ESB-aðildarsinnan Klemens Ólaf Þrastarson á, að setti spurningar sínar varaðandi aðildarviðræður Íslands „svolítið upp eins og ESB brenni í skinninu að fá Ísland í sambandið meðan þið séuð að íhuga ýmsa kosti þess og galla“ og Piris bætti við: „Gleymdu ekki að þið eruð að sækja um aðild. ESB getur lifað án aðildarríkisins Íslands og aðild landsins myndi ekki breyta miklu fyrir ESB.“
Af orðum hins reynda embættismanns ESB má ráða að hann lítur aðildarumsókn Íslands allt öðrum og raunsærri augum en Jóhanna Sigurðardóttir. Málið snúist ekki um að tryggja Íslendingum um að þeir „fái að greiða atkvæði um aðild að Evrópusambandinu“ heldur hitt að þeir sýni ESB fram á með aðlögun og öðru að þeir hafi í raun áhuga á að ganga í Evrópusambandið.
Jean-Claude Piris blés einnig á þá röksemd að samningsstaða Íslands væri sterk vegna áhuga ESB á norðurslóðum og auknum ítökum þar. Þá taldi hann af og frá að ESB mundi leggja sig í líma við að fara að kröfum Íslendinga af ótta við að þjóðin segði að öðrum kosti nei í ESB-atkvæðagreiðslunni, sem Jóhanna Sigurðardóttir telur mestu skipta á tillits til alls annars.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.